Endaði sem þjálfari Víkings eftir að hafa hitt formanninn á bar Anton Ingi Leifsson skrifar 4. maí 2020 11:00 Logi Ólafsson á síðari tíma sínum í Vikunni. Hann þjálfaði liðið frá 1990 til 1992 og svo aftur frá 2017 til 2018. mynd/víkingur Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Logi Ólafsson segir að hann hafi endað sem þjálfari Víkinga árið 1990 eftir að hafa hitt formann knattspyrnudeildar félagsins á bar. Hann greindi frá þessu í þættinum Sportinu í kvöld. Logi tók við Víkingum árið 1990 eftir að hafa þrjú ár þar á undan gerð góða hluti með kvennalið Vals þar sem liðið vann flesta þá titla sem voru í boði. Hann var ekki með neitt í höndunum er hann hætti á Hlíðarenda en ferð á bar gerði honum að góðu. „Það kemur þannig til að ég hafði verið með Val í þrjú ár og ég ákvað að hætta þar. Ég var ekkert búinn að gera í mínum málum þegar ég hitti formann knattspyrnudeildar Víkings á förnum vegi,“ sagði Logi er hann gerði upp ferilinn. „Ég get alveg sagt þér það; það var á bar. Hann var að drekka ekki ég! En niðurstaðan varð sú að ég myndi hitta hann og ræða við hann. Við komumst að samkomulagi og ég er honum og stjórninni ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri.“ Logi segir að breytingarnar sem hafi verið ráðist í eftir hans fyrsta tímabil í Víkinni hafi skilað sér. Hann segir að þrír síðustu leikirnir tímabilið 1990 hafi gert honum það ljóst að breytingar þurfti að gera. „Yuri Sedov heitinn hafði verið þjálfari Víkings. Afskaplega góður þjálfari. Liðið hafði verið upp og niður í deildinni og á milli deilda. Það má segja að það hafi margt komið í ljós að þegar við tryggðum okkur í deildinni þegar þrír leikir voru eftir að þá töpuðum við síðustu þremur leikjunum.“ „Þá fannst mér eins og það hafi verið einhver meðalmanna hugsunarháttur sem hafði gripið um sig í liðinu. Það er ráðist í töluverðar breytingar og uppbyggingu á nýju liði,“ sagði Logi en árið eftir varð Víkingur eins og frægt er Íslandsmeistari. Klippa: Sportið í kvöld - Logi er hann tók við Víking Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira