Sértæk þjálfun að ryðja sér til rúms hér á landi: „Ekki hægt að láta 17 ára og 35 ára æfa eins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 18:45 Harald Pétursson rýnir hér í hlaupa- og þoltölur leikmanna meistaraflokks karla hjá knattspyrnuliðinu Val. Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Þrettán íþróttafélög hér á landi láta leikmenn sína æfa í sérhönnuðum vestum sem mæla styrk og hlaupagetu leikmanna sem síðan er hægt að nálgast í tölvutæku formi. Harald Pétursson, sem er að ljúka meistaragráðu í íþróttavísindum, segir þetta lykilatriði í nútímaþjálfun. „Það hefur breyst töluvert núna á síðasta eina og hálfa árinu að nú erum við komin með þó nokkuð mörg íslensk lið. Við sjáum að þegar við erum komin á getustig atvinnumanna að þjálfunin þarf að vera miklu sértækari,“ sagði Harald í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá viðtalið við Harald í heild sinni. „Það er ekki hægt að fara með 17 ára strák og 35 ára og láta þá æfa alla eins. Það eru svo mismunandi styrkleikar og veikleikar hjá leikmönnum og með þessu getum við séð hverjir þeir eru og unnið svo í því,“ sagði Harald einnig og gefa vestin góða innsýn inn í það hversu mikið leikmenn geta lagt á sig. Gaupi spurði Harald út í það hversu meðtækilegir þjálfarar hér á landi væru fyrir nýjung sem þessari. „Þeir eru mis tæknilega þenkjandi en við erum að sjá breytingu á núna. Menn eru búnir að vera afla sér meiri þekkingar ásamt því að taka sjúkra- og styrktarþjálfara inn í þetta líka. Svo við erum að færast nær bestu liðunum.“ Þegar leikmenn semja við erlend félagslið er fyrst beðið um upplýsingar um hvernig viðkomandi hefur æft og menn vilja sjá tölur. „Það er nákvæmlega þannig. Nú eru stórliðin farin að kalla eftir að til séu gögn um leikmenn úr leikjum til að sjá alla styrkleika. Það getur oft haft úrslitaáhrif hvort leikmenn eru keyptir eða ekki.“ Vestin nýtast í nær öllum íþróttagreinum. „Við sjáum mjög mikla breytingu í handbolta. Á síðasta Evrópumóti spiluðu til að mynda öll liðin í vestum. Það skiptir miklu máli að geta séð styrk leikmanna þar og skoðað styrkleika og veikleika.“ Leikmenn fá að fylgjast með og sjá hvað þeir þurfa að bæta. „Það sem er svo gott við þetta er að það er ekki bara tilfinning þjálfarans heldur hefur hann raunveruleg gögn. Eins fá allir leikmenn upplýsingar um hvað þeir voru að gera í símann sinn, svo þeir sjá líka framvindu mála hjá sér. Þegar þú ert að vinna á undirbúningstímabili þá viltu sjá bestun og betrun í þínu formi þangað til það kemur að sjálfu tímabilinu.“ „Við sjáum út í heimi að þar eru margir íþróttavísindamenn og styrktarþjálfarar sem vinna miklu meira og nær með aðalþjálfara liðsins,“ sagði Harald að lokum en það virðist vera aukast hér á landi. Klippa: Sértækar æfingar færast í aukana
Sportpakkinn Fótbolti Handbolti Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira