Umfangsmikil rannsókn á líkamlegu atgervi ungs knattspyrnufólks: „Gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur og þjálfara“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2020 19:00 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir og Lára Hafliðadóttir mættu í Sportið í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ,“ segja knattspyrnukonurnar Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir sem í meistaranámi sínu í íþróttafræði við HR hafa kannað líkamlegt atgervi 15-16 ára knattspyrnufólks á Íslandi. Lára og Katrín ræddu um verkefnið, sem er samvinnuverkefni HR og KSÍ, í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Þær lögðu mikla vinnu í að kanna í vetur líkamlegt atgervi leikmanna á eldra ári í 3. flokki í fótbolta á öllu landinu, og segja niðurstöðurnar hjálpa leikmönnum og þjálfurum að sjá hvar þarf að gera betur. Vonin sé svo sú að haldið verði áfram með þessar mælingar næstu árin til að fá samanburð og skýrari sýn á stöðuna. Klippa: Sportið í dag - Mæla líkamlegt atgervi leikmanna í 3. flokki Fannst mega bæta líkamlega þjálfun á landinu „Ég fór sjálf að pæla smá í þessum hlutum áður en ég byrjaði í náminu. Mér fannst mega bæta þessa líkamlegu þjálfun hérna á Íslandi, og fór að kynna mér þetta og spjallaði við ýmsa aðila. Þetta samstarf á milli háskólans og KSÍ hefur svo verið mjög gott og það hjálpaði mikið við að koma þessu af stað. Arnar Viðarsson byrjaði að starfa hjá KSÍ í byrjun síðasta sumars og var með ákveðnar pælingar um hvað þyrfti að gera, og þetta small allt saman og við byrjuðum þetta verkefni,“ segir Lára sem á sínum ferli sem leikmaður lék lengst af með HK/Víkingi. Katrín, sem lék allan sinn feril með Selfossi, bendir á að mikil vinna hafi farið í að ná til leikmanna: „Fyrsti mælingadagur var 25. janúar en á undan því var mjög mikil undirbúningsvinna. Við þurftum að hafa samband við alla þjálfara á landinu og finna hversu margir iðkendur væru hjá hverjum, panta hallir úti um allt land og slíkt. Þessi gríðarlega undirbúningsvinna hófst síðasta haust. Eftir því sem við best vitum eru 736 iðkendur fæddir 2004 á Íslandi. Þetta eru því stærstu líkamlegu mælingar sem gerðar hafa verið á Íslandi og gríðarlega stórt verkefni, og frábært að fá að taka þátt í því,“ segir Katrín. Ef að þjálfunin byggir á þessum niðurstöðum tökum við skref í rétta átt Rannsóknin hafi verið unnin hratt til að niðurstöður yrðu sem nákvæmastar en 360 iðkendur um allt land voru mældir á einum mánuði. Ýmsar mælingar voru gerðar til að meta meðal annars hraða, þol, spyrnuhraða, snerpu og stökkkraft leikmanna. „Þau gögn sem við fáum úr þessu eru skref í rétta átt til að vita hvernig staðan er á leikmönnum og hvort að þjálfunaraðferðirnar séu að virka. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu í upphafi er að landsliðsþjálfarar yngri landsliðanna eru að upplifa að við séum ekkert endilega jöfn í líkamlegri getu gagnvart þeim sem við berum okkur saman við. Þessar mælingar gefa okkur stöðuna, sýna hvar við stöndum og hver næstu skref ættu að vera. Ef að við byggjum þjálfunina upp út frá þessum niðurstöðum þá munum við taka skref í rétta átt,“ segir Katrín, og bætir við: Sjá hvað þarf til að komast í landsliðið „Ég tel að þetta sé gríðarlega mikilvægt, ekki bara fyrir KSÍ heldur líka fyrir þjálfarana, til að sjá hvort að aðferðir þeirra séu að virka. Eins fyrir iðkendurna sjálfa. Þegar niðurstöðurnar verða gefnar út fá iðkendurnir að sjá sínar tölur, og landsmeðaltalið til samanburðar. Allir sem að taka þátt í þessum mælingum hafa þarna því verkfæri til að gera sig betri. Sjá hvar þau eru sterk, hvar veikleikarnir liggja og hvað þarf að gera til að taka næsta skref. Þessar mælingar hafa einnig verið gerðar á yngri kvennalandsliðunum, núna er meistaraverkefni í gangi þar sem verið er að setja viðmið fyrir yngri landsliðin, og það mun einnig vera gott verkefni alla vega fyrir stelpurnar til að sjá hvað þær þurfa að gera til að komast í U17, U19 eða A-landsliðið. Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ.“ Með því að halda mælingum áfram væri svo hægt að koma upp dýrmætum gagnagrunni, bendir Lára á: „Vonandi gerum við þessar mælingar til margra ára og þá söfnum við upp svo ótrúlega mikilvægum gögnum sem munu hjálpa okkur í þessari framþróun í líkamlegri þjálfun á Íslandi. Ég hef heyrt að það sé einsdæmi í heiminum að geta gert það sem við erum að gera hérna, og þetta verða dýrmæt gögn fyrir okkur í framtíðinni.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ,“ segja knattspyrnukonurnar Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir sem í meistaranámi sínu í íþróttafræði við HR hafa kannað líkamlegt atgervi 15-16 ára knattspyrnufólks á Íslandi. Lára og Katrín ræddu um verkefnið, sem er samvinnuverkefni HR og KSÍ, í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Þær lögðu mikla vinnu í að kanna í vetur líkamlegt atgervi leikmanna á eldra ári í 3. flokki í fótbolta á öllu landinu, og segja niðurstöðurnar hjálpa leikmönnum og þjálfurum að sjá hvar þarf að gera betur. Vonin sé svo sú að haldið verði áfram með þessar mælingar næstu árin til að fá samanburð og skýrari sýn á stöðuna. Klippa: Sportið í dag - Mæla líkamlegt atgervi leikmanna í 3. flokki Fannst mega bæta líkamlega þjálfun á landinu „Ég fór sjálf að pæla smá í þessum hlutum áður en ég byrjaði í náminu. Mér fannst mega bæta þessa líkamlegu þjálfun hérna á Íslandi, og fór að kynna mér þetta og spjallaði við ýmsa aðila. Þetta samstarf á milli háskólans og KSÍ hefur svo verið mjög gott og það hjálpaði mikið við að koma þessu af stað. Arnar Viðarsson byrjaði að starfa hjá KSÍ í byrjun síðasta sumars og var með ákveðnar pælingar um hvað þyrfti að gera, og þetta small allt saman og við byrjuðum þetta verkefni,“ segir Lára sem á sínum ferli sem leikmaður lék lengst af með HK/Víkingi. Katrín, sem lék allan sinn feril með Selfossi, bendir á að mikil vinna hafi farið í að ná til leikmanna: „Fyrsti mælingadagur var 25. janúar en á undan því var mjög mikil undirbúningsvinna. Við þurftum að hafa samband við alla þjálfara á landinu og finna hversu margir iðkendur væru hjá hverjum, panta hallir úti um allt land og slíkt. Þessi gríðarlega undirbúningsvinna hófst síðasta haust. Eftir því sem við best vitum eru 736 iðkendur fæddir 2004 á Íslandi. Þetta eru því stærstu líkamlegu mælingar sem gerðar hafa verið á Íslandi og gríðarlega stórt verkefni, og frábært að fá að taka þátt í því,“ segir Katrín. Ef að þjálfunin byggir á þessum niðurstöðum tökum við skref í rétta átt Rannsóknin hafi verið unnin hratt til að niðurstöður yrðu sem nákvæmastar en 360 iðkendur um allt land voru mældir á einum mánuði. Ýmsar mælingar voru gerðar til að meta meðal annars hraða, þol, spyrnuhraða, snerpu og stökkkraft leikmanna. „Þau gögn sem við fáum úr þessu eru skref í rétta átt til að vita hvernig staðan er á leikmönnum og hvort að þjálfunaraðferðirnar séu að virka. Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á þessu í upphafi er að landsliðsþjálfarar yngri landsliðanna eru að upplifa að við séum ekkert endilega jöfn í líkamlegri getu gagnvart þeim sem við berum okkur saman við. Þessar mælingar gefa okkur stöðuna, sýna hvar við stöndum og hver næstu skref ættu að vera. Ef að við byggjum þjálfunina upp út frá þessum niðurstöðum þá munum við taka skref í rétta átt,“ segir Katrín, og bætir við: Sjá hvað þarf til að komast í landsliðið „Ég tel að þetta sé gríðarlega mikilvægt, ekki bara fyrir KSÍ heldur líka fyrir þjálfarana, til að sjá hvort að aðferðir þeirra séu að virka. Eins fyrir iðkendurna sjálfa. Þegar niðurstöðurnar verða gefnar út fá iðkendurnir að sjá sínar tölur, og landsmeðaltalið til samanburðar. Allir sem að taka þátt í þessum mælingum hafa þarna því verkfæri til að gera sig betri. Sjá hvar þau eru sterk, hvar veikleikarnir liggja og hvað þarf að gera til að taka næsta skref. Þessar mælingar hafa einnig verið gerðar á yngri kvennalandsliðunum, núna er meistaraverkefni í gangi þar sem verið er að setja viðmið fyrir yngri landsliðin, og það mun einnig vera gott verkefni alla vega fyrir stelpurnar til að sjá hvað þær þurfa að gera til að komast í U17, U19 eða A-landsliðið. Þetta er gríðarlega gott verkfæri fyrir iðkendur, þjálfara og KSÍ.“ Með því að halda mælingum áfram væri svo hægt að koma upp dýrmætum gagnagrunni, bendir Lára á: „Vonandi gerum við þessar mælingar til margra ára og þá söfnum við upp svo ótrúlega mikilvægum gögnum sem munu hjálpa okkur í þessari framþróun í líkamlegri þjálfun á Íslandi. Ég hef heyrt að það sé einsdæmi í heiminum að geta gert það sem við erum að gera hérna, og þetta verða dýrmæt gögn fyrir okkur í framtíðinni.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KSÍ Sportið í dag Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira