…….ár og aldir líða……… Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 10:00 Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. Þá var ólíkt því sem nú er nýlokið heimsstyrjöld sem leikið hafði margar þjóðir grátt. Heimurinn stóð þá í raun frammi fyrir rústabjörgun og uppbyggingu ekki ólíkt og hann gerir aftur en nú af allt öðrum orsökum og með kröfu um annarskonar enduruppbyggingu af efnahagslegum toga. Við Íslendingar verðum þátttakendur í þessari uppbyggingu og þurfum því að gaumgæfa hvar helstu tækifærin liggja. Ef nýfengin samstaða á Alþingi endist okkur áfram eru okkur allir vegir færir einkum ef ríkisstjórnin hlustar eftir góðum tillögum hvaðan sem þær koma og hefur sjálfstraust til að taka undir þær. Tækifærin eru ærin og í raun meiri en víðast annarsstaðar af ýmsum orsökum. Víð Íslendingar erum mjög fljótir að bregðast við breyttum aðstæðum og búum yfir miklum sveigjanleika. Við þurfum að koma í veg fyrir að flókið regluverk og að einstaka embættismenn sem taka sig og völd sín of alvarlega tefji nauðsynlega uppbyggingu. Við þurfum einnig að tryggja nauðsynlega fjármögnun sem gæti orðið verulega umfangsmikil ..Stórfé það dugar ei minna!“ eins og skáldið sagði. Mig langar að byrja á að ræða nokkuð möguleika í matvælaframleiðslu en þar eru að mínum dómi og margra fleiri nær óendanlegir möguleikar ef menn vanda sig og vinna markvisst. Matvælaframleiðsla stuðlar einnig að því að halda landinu öllu í byggð og fellur þannig undir stefnumið Miðflokksins ,,Ísland allt.“ Mörgum hefur nú loks orðið ljós merking orðsins matvælaöryggi sem haft hefur verið í flimtingum af sumum aðilum undanfarin ár. Matvælaöryggi okkar verður öllum ljóst við núverandi aðstæður þegar aðfangaleiðir strjálast og við þurfum að treysta á okkur sjálf auk þess sem aukin neysla heimaframleiddrar vöru minnkar kolefnisspor. Með matvælaframleiðslu er átt við fiskafurðir af veiðum og eldi fjölbreyttara en fyrr og meira á landi, hefðbundna landbúnaðarframleiðslu með nokkuð breyttum áherslum og síðast en ekki síst stóriðju í ylrækt þar sem grípa þarf óvænt tækifæri um leið og hugað er að ,,hefðbundnari“ ræktun. Auk þess þarf að horfa til aukinnar útiræktar og korn- og repjuræktar til manneldis. Til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu þarf skýr stefnumið af hálfu stjórnvalda. Efla þarf frumkvæði framleiðenda koma á upprunamerkingum og stórefla markaðsstarf ekki síst á heimamarkaði. Fiskveiðar og vinnsla okkar Íslendinga er fyrir löngu búin að sanna sig víða um lönd sem starfsemi í fremstu röð. Þar eigum við Íslendingar ótakmarkaða möguleika, m.a. í aukinni sérvinnslu og með því að hámarka tekjur af aukaafurðum s.s. svilum og roði svo eitthvað sé nefnt. En við eigum líka nær ótakmörkuð tækifæri í landeldi. Við erum þegar stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og þurfum að auka það eldi. Þegar eru stór fyrirtæki í greininni klár í aukna uppbyggingu en opinberir leyfisveitendur draga lappirnar. Það er óþolandi. Við horfum einnig á heitt affallsvatn frá virkjunum renna ónýtt til sjávar og kólna mátulega á leiðinni til að setja upp klasa af eldiskerjum með mismunandi tegundum. Nú þegar hefur fyrirtæki í erlendri eigu á Íslandi hafið tilraunaeldi á styrju. Líklega eru ekki nema tvö ár í framleiðslu á alvöru íslenskum kavíar. Það er einnig tilvalið að hefja tilraunaeldi á öðrum verðmiklum afurðum s.s. risahörpuskel og humri sem við getum ekki veitt á hefðbundinn hátt um fyrirsjáanlegan tíma. Á sínum tíma lagðist hér af lúðueldi sem aldrei hefði átt að fara í þrot. Áratuga þekking á því eldi er enn til og því rakið að huga að því að gera kröftuga tilraun til endurreisnar. Þar þarf hið opinbera að koma myndarlega að málum því þörf er á þolinmóðu fjármagni og ítarlegum rannsóknum. Í næstu grein verður fjallað um hefðbundinn landbúnað ylrækt og fleira. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918. Þá var ólíkt því sem nú er nýlokið heimsstyrjöld sem leikið hafði margar þjóðir grátt. Heimurinn stóð þá í raun frammi fyrir rústabjörgun og uppbyggingu ekki ólíkt og hann gerir aftur en nú af allt öðrum orsökum og með kröfu um annarskonar enduruppbyggingu af efnahagslegum toga. Við Íslendingar verðum þátttakendur í þessari uppbyggingu og þurfum því að gaumgæfa hvar helstu tækifærin liggja. Ef nýfengin samstaða á Alþingi endist okkur áfram eru okkur allir vegir færir einkum ef ríkisstjórnin hlustar eftir góðum tillögum hvaðan sem þær koma og hefur sjálfstraust til að taka undir þær. Tækifærin eru ærin og í raun meiri en víðast annarsstaðar af ýmsum orsökum. Víð Íslendingar erum mjög fljótir að bregðast við breyttum aðstæðum og búum yfir miklum sveigjanleika. Við þurfum að koma í veg fyrir að flókið regluverk og að einstaka embættismenn sem taka sig og völd sín of alvarlega tefji nauðsynlega uppbyggingu. Við þurfum einnig að tryggja nauðsynlega fjármögnun sem gæti orðið verulega umfangsmikil ..Stórfé það dugar ei minna!“ eins og skáldið sagði. Mig langar að byrja á að ræða nokkuð möguleika í matvælaframleiðslu en þar eru að mínum dómi og margra fleiri nær óendanlegir möguleikar ef menn vanda sig og vinna markvisst. Matvælaframleiðsla stuðlar einnig að því að halda landinu öllu í byggð og fellur þannig undir stefnumið Miðflokksins ,,Ísland allt.“ Mörgum hefur nú loks orðið ljós merking orðsins matvælaöryggi sem haft hefur verið í flimtingum af sumum aðilum undanfarin ár. Matvælaöryggi okkar verður öllum ljóst við núverandi aðstæður þegar aðfangaleiðir strjálast og við þurfum að treysta á okkur sjálf auk þess sem aukin neysla heimaframleiddrar vöru minnkar kolefnisspor. Með matvælaframleiðslu er átt við fiskafurðir af veiðum og eldi fjölbreyttara en fyrr og meira á landi, hefðbundna landbúnaðarframleiðslu með nokkuð breyttum áherslum og síðast en ekki síst stóriðju í ylrækt þar sem grípa þarf óvænt tækifæri um leið og hugað er að ,,hefðbundnari“ ræktun. Auk þess þarf að horfa til aukinnar útiræktar og korn- og repjuræktar til manneldis. Til þess að efla innlenda matvælaframleiðslu þarf skýr stefnumið af hálfu stjórnvalda. Efla þarf frumkvæði framleiðenda koma á upprunamerkingum og stórefla markaðsstarf ekki síst á heimamarkaði. Fiskveiðar og vinnsla okkar Íslendinga er fyrir löngu búin að sanna sig víða um lönd sem starfsemi í fremstu röð. Þar eigum við Íslendingar ótakmarkaða möguleika, m.a. í aukinni sérvinnslu og með því að hámarka tekjur af aukaafurðum s.s. svilum og roði svo eitthvað sé nefnt. En við eigum líka nær ótakmörkuð tækifæri í landeldi. Við erum þegar stærstu framleiðendur bleikju í heiminum og þurfum að auka það eldi. Þegar eru stór fyrirtæki í greininni klár í aukna uppbyggingu en opinberir leyfisveitendur draga lappirnar. Það er óþolandi. Við horfum einnig á heitt affallsvatn frá virkjunum renna ónýtt til sjávar og kólna mátulega á leiðinni til að setja upp klasa af eldiskerjum með mismunandi tegundum. Nú þegar hefur fyrirtæki í erlendri eigu á Íslandi hafið tilraunaeldi á styrju. Líklega eru ekki nema tvö ár í framleiðslu á alvöru íslenskum kavíar. Það er einnig tilvalið að hefja tilraunaeldi á öðrum verðmiklum afurðum s.s. risahörpuskel og humri sem við getum ekki veitt á hefðbundinn hátt um fyrirsjáanlegan tíma. Á sínum tíma lagðist hér af lúðueldi sem aldrei hefði átt að fara í þrot. Áratuga þekking á því eldi er enn til og því rakið að huga að því að gera kröftuga tilraun til endurreisnar. Þar þarf hið opinbera að koma myndarlega að málum því þörf er á þolinmóðu fjármagni og ítarlegum rannsóknum. Í næstu grein verður fjallað um hefðbundinn landbúnað ylrækt og fleira. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun