Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:00 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/vilhelm Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, er afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að fylgst sé náið með framgangi sjúkdómsins en telur litlar líkur á að hann nái hingað til lands. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum nú í vikunni, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. Þá er einnig talið að hann hafi greinst í Bandaríkjunum. Fram kemur í frétt Guardian frá því fyrr í vikunni að börnin sem veikst hafa þar í landi hafi orðið alvarlega veik og þurft aðhlynningu á gjörgæslu. Möguleg Covid-tenging Ekkert tilfelli hefur greinst á Íslandi, að sögn Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að vel sé fylgst með gangi mála en lítið sé enn vitað um sjúkdóminn, enda hafi hans fyrst orðið vart á allra síðustu dögum. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ segir Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Skimað fyrir kórónuveirunni fyrir utan heilsugæsluna á Höfða. Algjör óvissa er um tengsl nýja sjúkdómsins við Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að vera á varðbergi Að sögn Valtýs byrja veikindin almennt á því að börnum verður illt í maganum og fá niðurgang. Svo versni veikindin og verði almennari, hiti og slappleiki bætist við. Þá hafi sum barnanna sem veikjast reynst eftir á að hyggja hafa fengið Covid-19. Það gildi ekki um þau öll. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig.“ Valtýr leggur jafnframt mikla áherslu á að fram komi að veikindin séu gríðarlega sjaldgæf. Þá eru þau ekki smitandi. „Þetta eru eitthvað í kringum 15-20 börn í Bretlandi, þar sem eru um það bil tólf milljónir barna. Þó er mikilvægt að allir séu á varðbergi því þetta er vissulega ný sýking sem við erum að glíma við.“ Tilbúin að takast á við sýkinguna Árlega greinast um eitt til tvö tilfelli Kawasaki-heilkennis hér á landi. Valtýr segir að það séu oftast ung börn sem fái heilkennið, sem fái viðeigandi meðferð og veikindin gangi svo yfir. „Þessi veikindi sem nú er verið að lýsa í þessum stærri löndum í kringum okkur svipar mjög til þeirra [einkenna Kawasaki-heilkennis] og uppfylla í raun greiningarskilyrðin fyrir það að ákveðnu leyti allavega. Og meðferðin er í raun sú sama og við Kawasaki-heilkenni.“ Þá telur Valtýr Íslendinga ekki hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum nýju veikindum. „Auðvitað þarf að bera virðingu fyrir þessu eins og öðrum veikindum. En þetta er gríðarlega sjaldgæft og ólíklegt að þetta komi upp hér en allir þurfa að vera vakandi fyrir því ef það gerist,“ segir Valtýr. „Það má alveg gera ráð fyrir því að þetta verði áfram í umræðunni og við erum tilbúin að takast á við þetta ef það kæmi upp hér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira