„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 19:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í höfuðstöðvunum í dag. MYND/STÖÐ 2 „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr
Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18
KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30
KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52