Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2020 15:26 Forsætisráðherra segir mikilvægt að Icelandair ljúki söfnun á nýju hlutafé og skýri framtíðaráform sín áður en stjórnvöld komi að málum en útlilokar ekkert varðandi með hvaða hætti það yrði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekki útiloka neitt varðandi mögulega aðkomu stjórnvalda að rekstri Icelandair. Fyrirtækið sé ekki aðeins þjóðhagslega mikilvægt vegna flugsamgangna heldur hafi það gengt stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekað spurð út í þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar gripið til og framhald slíkra aðgerða. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair og þeirra þúsunda manna sem eigi afkomu sína undir fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm „Við eigum mikið undir því að fólk og varningur komist reglulega og örugglega til og frá landinu allt árið um kring. Komin er upp alvarleg staða í þessum efnum," sagði Oddný. Því vildu hún spyrja forsætisráherra um áform ríkisstjórnarinnar til að tryggja flugsamgöngur og stöðu Icelandair. „Því aðgerðirnar sem voru kynntar fyrr í dag munu augljóslega ekki tryggja starfsemi Icelandair til lengri tíma. Þúsundir manna eiga afkomu sína undir starfsemi fyrirtækisins og það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra segir Icelandair mikilvægt bæði vegna flutninga og forystuhlutverk fyrirtækisins í uppbyggingu ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld útiloka ekkert varðandi Icelandair Forsætisráðherra sagði þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til áður og nú síðast í morgun koma Icelandair til góða. „Icelandair er mikilvægt fyrirtæki ekki bara fyrir flugsamgöngur til og frá landinu heldur hefur það líka verið undirstöðuaðili í ferðaþjónustu á Íslandi. Lykilaðili í vexti hennar á undanförnum árum,“ sagði Katrín. Þær aðgerðir sem greint hafi verið frá í morgun muni styðja við Icelandair í því verkefni að safna nýju hlutafé inn í félagið. Mikilvægt sé að þau áform gangi eftir. „Ég hef ekki útilokað neitt um aðkomu ríkisins að þessum málum en það er mikilvægt að félagið geri sínar áætlanir og hafi sína framtíðarsýn á hreinu áður en til þess kemur,“ sagði forsætisráherra. Brúarlánin koma brátt til framkvæmda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kröfu forsætisráherra hins vegar bæði um framtíðarsýn stjórnvalda. Þau sögðu aðgerðirnar sem greint var frá í morgun vissulega vera góða viðbót við fyrri aðgerðir en meira þyrfti til Formaður Miðflokksins segir brúarlánin, sem voru stærsti hluti fyrstu aðgerða stjórnvalda upp á 230 milljarða, enn ekki komin til framkvæmda tæpum sex vikum síðar.Stöð2/Einar „Þess hefur verið getið að þetta sé enn óútfært að miklu leyti. Þá ryfjar maður upp fyrsta aðgerðarpakkann,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi verið metinn á 230 milljarða þar sem lang stærsta aðgerðin hafi verið svo kölluð brúarlán með ríkisábyrgð til fyrirtækja. „Núna næstum því sex vikum seinna virðast þau enn ekki komin til framkvæmda. Ég spyr þess vegna hvenær verður búið að útfæra það sem ráðherrann hæstvirtur kynnti í morgun. Hvenær kemst það til framkvæmda og hvenær, ef einhvern tíma, komast brúarlánin til framkvæmda,“ spurði formaður Miðflokksins. Dýpsta kreppa á lýðveldistímanum Katrín sagði rétt að frumvörp vegna aðgerðanna sem kynntar hafi verið í morgun væru ekki tilbúin en þau yrðu kynnt formönnum allra flokka áður en þau verði lögð fram. Stefnt sé að því að frumvörpin komi inn á Alþingi í fyrrihluta maí og gildi frá fyrsta degi þess mánaðar. „Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa lokið sinni samningsgerð um brúarlánin. Það er mjög mikilvægt að þau komist í gagnið strax. Því þetta er stór aðgerð og bankarnir hafa fengið töluverða hvata til að geta nýtt sér þessi brúarlán. Sem snúast ekki bara um 70 prósenta ríkisábyrgð. Þau snúast líka um lækkun sveiflujöfnunarauka, flýtingu á lækkun bankaskatts og svo framvegis og það er mjög mikilvægt að þetta úrræði nýtist sem skyldi,“ sagði forsætisráðherra. Þá sagði Katrín ómögulegt að segja til um næstu aðgerðir stjórnvalda eða hvert umfang heildaraðgerða þeirra yrði. „Við erum stödd í kreppu sem væntanlega mun rata í sögubækurnar sem ein sú óvæntasta og jafnframt sú dýpsta sem við höfum staðið frami fyrir á lýðveldistímanum og þótt lengra væri leitað. Munu verða frekari aðgerðir? Að sjálfsögðu. Við erum stödd í miðjum storminum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Icelandair Íslenskir bankar Seðlabankinn Markaðir Tengdar fréttir Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Forsætisráðherra segist ekki útiloka neitt varðandi mögulega aðkomu stjórnvalda að rekstri Icelandair. Fyrirtækið sé ekki aðeins þjóðhagslega mikilvægt vegna flugsamgangna heldur hafi það gengt stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landinu. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekað spurð út í þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar gripið til og framhald slíkra aðgerða. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar lýsir miklum áhyggjum af stöðu Icelandair og þeirra þúsunda manna sem eigi afkomu sína undir fyrirtækinu.Vísir/Vilhelm „Við eigum mikið undir því að fólk og varningur komist reglulega og örugglega til og frá landinu allt árið um kring. Komin er upp alvarleg staða í þessum efnum," sagði Oddný. Því vildu hún spyrja forsætisráherra um áform ríkisstjórnarinnar til að tryggja flugsamgöngur og stöðu Icelandair. „Því aðgerðirnar sem voru kynntar fyrr í dag munu augljóslega ekki tryggja starfsemi Icelandair til lengri tíma. Þúsundir manna eiga afkomu sína undir starfsemi fyrirtækisins og það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra segir Icelandair mikilvægt bæði vegna flutninga og forystuhlutverk fyrirtækisins í uppbyggingu ferðaþjónustunnar.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld útiloka ekkert varðandi Icelandair Forsætisráðherra sagði þær aðgerðir sem stjórnvöld hefðu gripið til áður og nú síðast í morgun koma Icelandair til góða. „Icelandair er mikilvægt fyrirtæki ekki bara fyrir flugsamgöngur til og frá landinu heldur hefur það líka verið undirstöðuaðili í ferðaþjónustu á Íslandi. Lykilaðili í vexti hennar á undanförnum árum,“ sagði Katrín. Þær aðgerðir sem greint hafi verið frá í morgun muni styðja við Icelandair í því verkefni að safna nýju hlutafé inn í félagið. Mikilvægt sé að þau áform gangi eftir. „Ég hef ekki útilokað neitt um aðkomu ríkisins að þessum málum en það er mikilvægt að félagið geri sínar áætlanir og hafi sína framtíðarsýn á hreinu áður en til þess kemur,“ sagði forsætisráherra. Brúarlánin koma brátt til framkvæmda Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kröfu forsætisráherra hins vegar bæði um framtíðarsýn stjórnvalda. Þau sögðu aðgerðirnar sem greint var frá í morgun vissulega vera góða viðbót við fyrri aðgerðir en meira þyrfti til Formaður Miðflokksins segir brúarlánin, sem voru stærsti hluti fyrstu aðgerða stjórnvalda upp á 230 milljarða, enn ekki komin til framkvæmda tæpum sex vikum síðar.Stöð2/Einar „Þess hefur verið getið að þetta sé enn óútfært að miklu leyti. Þá ryfjar maður upp fyrsta aðgerðarpakkann,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi verið metinn á 230 milljarða þar sem lang stærsta aðgerðin hafi verið svo kölluð brúarlán með ríkisábyrgð til fyrirtækja. „Núna næstum því sex vikum seinna virðast þau enn ekki komin til framkvæmda. Ég spyr þess vegna hvenær verður búið að útfæra það sem ráðherrann hæstvirtur kynnti í morgun. Hvenær kemst það til framkvæmda og hvenær, ef einhvern tíma, komast brúarlánin til framkvæmda,“ spurði formaður Miðflokksins. Dýpsta kreppa á lýðveldistímanum Katrín sagði rétt að frumvörp vegna aðgerðanna sem kynntar hafi verið í morgun væru ekki tilbúin en þau yrðu kynnt formönnum allra flokka áður en þau verði lögð fram. Stefnt sé að því að frumvörpin komi inn á Alþingi í fyrrihluta maí og gildi frá fyrsta degi þess mánaðar. „Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hafa lokið sinni samningsgerð um brúarlánin. Það er mjög mikilvægt að þau komist í gagnið strax. Því þetta er stór aðgerð og bankarnir hafa fengið töluverða hvata til að geta nýtt sér þessi brúarlán. Sem snúast ekki bara um 70 prósenta ríkisábyrgð. Þau snúast líka um lækkun sveiflujöfnunarauka, flýtingu á lækkun bankaskatts og svo framvegis og það er mjög mikilvægt að þetta úrræði nýtist sem skyldi,“ sagði forsætisráðherra. Þá sagði Katrín ómögulegt að segja til um næstu aðgerðir stjórnvalda eða hvert umfang heildaraðgerða þeirra yrði. „Við erum stödd í kreppu sem væntanlega mun rata í sögubækurnar sem ein sú óvæntasta og jafnframt sú dýpsta sem við höfum staðið frami fyrir á lýðveldistímanum og þótt lengra væri leitað. Munu verða frekari aðgerðir? Að sjálfsögðu. Við erum stödd í miðjum storminum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Icelandair Íslenskir bankar Seðlabankinn Markaðir Tengdar fréttir Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum. 28. apríl 2020 11:54