Eiginmaður Anne-Elisabeth handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2020 07:14 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne Elisabeth Hagen sem hvarf af heimili sínu í október 2018, var handtekinn við heimili sitt í Lørenskógi, rétt utan við Ósló, á leið til vinnu í morgun. Norska dagblaðið VG greinir frá þessu en lögregla hefur ekki viljað upplýsa neitt um handtökuna að svo stöddu. Í frétt VG segir að eftir handtökuna hafi lögreglumenn farið inn á heimili Hagen-hjónanna og skrifstofu Toms, sem staðsett er í bænum Rasta, steinsnar frá heimilinu. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma vegna málsins, eða klukkan hálf níu að íslenskum. Hér má nálgast beina útsendingu VG af fundinum. Sjá einnig: „Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Fá sakamál í Noregi hafa vakið jafnmikla athygli síðustu ár og hvarf Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október 2018 er hún hvarf af heimili sínu og Toms, sem er einn ríkasti maður Noregs, í Lørenskógi. Lögregla hélt þétt að sér spilunum og fengu fjölmiðlar ekki veður af hvarfi hennar fyrr en í janúar í fyrra. Málið var fyrst rannsakað sem mannrán en meintir mannræningjar skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir útlistuðu kröfur sínar; milljónir norskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögregla hvarf frá þeirri kenningu í fyrrasumar og gaf það út að málið væri nú rannsakað sem morð. Anne-Elisabeth hefði að öllum líkindum verið myrt og lausnargjaldskrafan væri aðeins sett fram í þeim tilgangi að villa um fyrir lögreglu. Í frétt VG segir að Tom Hagen hafi ætíð verið samvinnuþýður lögreglu, látið sig rannsóknina mjög varða og sent marga tölvupósta til rannsakenda þar sem hann bauð aðstoð sína og hugmyndir að lausnum. Samkvæmt upplýsingum VG hefur Tom haldið því fram að innlendir glæpamenn, sem vilji koma höggi á hann persónulega, beri ábyrgð á hvarfi Anne-Elisabeth. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55