Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:21 Frá Ísafirði. Þar hefur verið í gildi fimm samkomubann í tæpan mánuð, líkt og í fleiri bæjarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Vísir/Egill Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira