Tveggja metra reglan verði almennt viðmið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 14:58 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44
Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07
Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25