Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 08:59 Boris Johnson flytur ávarp fyrir utan Downingstræti 10 á fyrsta vinnudegi sínum eftir Covid-veikindi. Vísir/getty Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sneri aftur til starfa í morgun eftir hastarleg Covid-19-veikindi. Hann sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. Johnson var lagður inn á sjúkrahús í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa veikst alvarlega af kórónuveirunni. Hann var að endingu lagður inn á gjörgæslu og var gefið súrefni en svo útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan apríl. Þá var gefið út að hann myndi ekki snúa aftur til vinnu fyrr en hann hefði jafnað sig að fullu af veikinni. Það virðist Johnson nú hafa gert en hann ávarpaði bresku þjóðina í Lundúnum í morgun. Í ávarpinu bað hann m.a. eigendur fyrirtækja um að sýna þolinmæði og lagði áherslu á að ekki væri tímabært að grípa til umfangsmikilla tilslakana á lokunum og öðrum aðgerðum stjórnvalda. Þá væri ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær Bretar geti farið að létta á samkomutakmörkunum. Þá þakkaði Johnson almenningi fyrir að hlýða tilmælum stjórnvalda og fórna réttindum sínum í þágu baráttunnar við veiruna. „Það er einnig satt að við erum að ná árangri. Færri leggjast inn á sjúkrahús og raunveruleg merki eru um að við séum að komast yfir stærsta hjallann,“ sagði Johnson. Ávarp Johnson má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13 Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44 Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Vildi lítið segja til um áform bresku ríkisstjórnarinnar Utanríkisráðherra Bretlands, og staðgengill forsætisráðherra, Dominic Raab vildi, í viðtali við Sky News, lítið segja um áform bresku ríkisstjórnarinnar um afléttingu takmarkana vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi. 26. apríl 2020 11:13
Boris Johnson snýr aftur á mánudag Áætlað er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, snúi aftur til starfa á mánudaginn næsta. 25. apríl 2020 22:44
Boris Johnson laus af gjörgæslu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi. 9. apríl 2020 18:52