Áform um endurræsingu hagkerfisins velta ekki á ónæmi þeirra sem hefur batnað Andri Eysteinsson skrifar 25. apríl 2020 23:41 Justin Trudeau á ráðstefnu í München fyrr á árinu. Getty/Anadolu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að áform og áætlanir kanadískra yfirvalda, sem ætlað sé að koma hagkerfum héraða Kanada aftur af stað eftir faraldur kórónuveirunnar, velti ekki á því að fólk sem hafi smitast af veirunni njóti ónæmis gegn veirunni í framtíðinni. Frá þessu greindi Trudeau á fundi sínum í kanadísku höfuðborginni Ottawa í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í gær út yfirlýsingu þar sem ítrekað var að ekki hafi verið fullsannað að ekki væri hægt að smitast að nýju af kórónuveirunni sem getur valdið Covid-19 sjúkdómnum. Fara með gát þangað til að staðfest svör berast Varaði stofnunin þá við útgáfu sérstakra ónæmisvottorða til þeirra sem hefur batnað af sýkingunni. Á fundi sínum sagði Trudeau að aðgerðirnar byggjust á því að fólk viðhéldi þeim reglum sem settar hafa verið til sóttvarna. Það er útfærsla á reglunni sem hér á landi er miðuð við tveggja metra fjarlægð milli manna og á notkun hlífðarbúnaðar innan um fólk. „Ónæmi er eitthvað sem við þurfum að fá skýrari svör um. Þangað til að það er ljóst verðum við að fara með gát,“ sagði Trudeau í dag. Yfir 44.000 tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Kanada og hafa yfir 2.350 manns látist af völdum veirunnar þar í landi. Reuters greinir frá því að um 80% tilfella hafi greinst í fjölmennustu héruðunum Quebec og Ontario. Í héruðunum er að finna stórborgir á borð við Ottawa og Toronto í Ontario og Montreal og Quebec-borg í Quebec. Héruð aflétta eftir sínu höfði Eitthvað hefur borið á fámennum mótmælum fyrir utan þinghús Ontario og þess krafist að takmörkunum yrði aflétt. Hefur ríkisstjóri Ontario, Doug Ford, sagt mótmælin einkennast af tillitsleysi og sýni óábyrgð. Takmörkunum hefur verið aflétt að einhverju leyti í héraðinu Nýju-Brúnsvík og áformað er að opna í Saskatchewan eftir mánaðamót. Trudeau hefur fundað með ríkisstjórunum og verður afléttingu takmarkana háttað eftir því hvernig faraldurinn þróast í hverju ríki fyrir sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kanada Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira