Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2020 18:35 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Nú er þeim boðin inneignarnóta fyrir ferðinni. Vísir/Einar Á. Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. Neytendastofa gaf út í síðasta mánuði leiðbeiningar um inneignarnótur og breytinga pakkaferða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið beinir því til ferðamanna sem ferðast með íslenskum ferðaskrifstofum að huga vel að því hvort þeir geti tekið við inneignarnótu fyrir pakkaferð í stað endurgreiðslu. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Hjón sem hafa safnað í marga mánuði fyrir tíu daga draumferð til Egyptalands á vegum Úrval útsýn áttu að fara um páskana. Ferðina borguðu hjónin í október, um eina milljón króna. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin og enn hefur engin endurgreiðsla hefur borist frá ferðaskrifstofunni. Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Fráhrindandi að taka við inneignarnót frá ferðaskrifstofu á þessum tímum „Þetta er fyrirtæki sem við vitum ekki hversu stöndugt er og þetta er mikill peningur fyrir okkur og á meðan er peningurinn ekki að vinna fyrir okkur. Hann er að vinna fyrir þá,“ segja Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Þau telja marga vera í þeirra sporum en í þeirra hópi voru tuttugu manns. Þau segja erfitt að leggja traust sitt á ferðaskrifstofur á tímum sem þessum. „Það er mjög óvíst hvernig staðan verður seinna meir hvort að það sé hægt að stóla á það og hvort þær verði við lýði enn þá,“ segir Hreinn. Þá finnst þeim galið að ábyrgðin sé lögð á herðar viðskiptavina. „Ég er eiginlega orðin það fúl að ég fæ mér þá bara lögfræðing. Þó við þurfum að borga rándýran lögfræðing til að fá þá málinu hengt og fá einhvern pening til baka,“ segir Kolbrún. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. Neytendastofa gaf út í síðasta mánuði leiðbeiningar um inneignarnótur og breytinga pakkaferða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið beinir því til ferðamanna sem ferðast með íslenskum ferðaskrifstofum að huga vel að því hvort þeir geti tekið við inneignarnótu fyrir pakkaferð í stað endurgreiðslu. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Hjón sem hafa safnað í marga mánuði fyrir tíu daga draumferð til Egyptalands á vegum Úrval útsýn áttu að fara um páskana. Ferðina borguðu hjónin í október, um eina milljón króna. Ljóst var að ferðin yrði ekki farin og enn hefur engin endurgreiðsla hefur borist frá ferðaskrifstofunni. Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Fráhrindandi að taka við inneignarnót frá ferðaskrifstofu á þessum tímum „Þetta er fyrirtæki sem við vitum ekki hversu stöndugt er og þetta er mikill peningur fyrir okkur og á meðan er peningurinn ekki að vinna fyrir okkur. Hann er að vinna fyrir þá,“ segja Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson. Sjá einnig: „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Þau telja marga vera í þeirra sporum en í þeirra hópi voru tuttugu manns. Þau segja erfitt að leggja traust sitt á ferðaskrifstofur á tímum sem þessum. „Það er mjög óvíst hvernig staðan verður seinna meir hvort að það sé hægt að stóla á það og hvort þær verði við lýði enn þá,“ segir Hreinn. Þá finnst þeim galið að ábyrgðin sé lögð á herðar viðskiptavina. „Ég er eiginlega orðin það fúl að ég fæ mér þá bara lögfræðing. Þó við þurfum að borga rándýran lögfræðing til að fá þá málinu hengt og fá einhvern pening til baka,“ segir Kolbrún.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25 Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16 „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23. apríl 2020 18:25
Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. 22. apríl 2020 13:16
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent