Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2020 21:00 Verkið tekur ekki marga daga og á að vera lokið 25. apríl. Vísir/Jóhann K. Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar. Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. Verkefni Votlendissjóðs í Borgarfirði er á jörðinni Grafarkoti, nærri Norðurá, skammt frá Munaðarnesi og liggur meðfram þjóðvegi eitt. Á þeim fimmtíu hekturum sem jörðin nær yfir er hægt að endurheimta votlendi á um það bil 37 hekturum að mati Landgræðslunnar. Votlendissjóður vinnur nú að því að endurheimar votlendi á jörðinni Grafarkoti í Borgarfirði. Verki er unnið að frumkvæði eigenda jarðarinnar.Vísir/Jóhann K. „Þetta svæði kemur inn til okkar að frumkvæði landeigenda, þetta er náttúruverndarfólk og hefur verið í skógrækt hér á jörðinni, og vill núna endurheimta votlendið til þess að berjast með okkur í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ segir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Samkvæmt Loftslagsráði sameinuðuþjóðanna (IPCC) blæs einn hektari af fram ræstu landi 19,5 tonnum af gróðurhúsaloftegundum út á ári. Mælingar Landgræðslunnar síðustu þrjú ár staðfesta það og meira til. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs.Vísir/Jóhann K. Eina verkefni Votlendissjóðs á þessu vori Framkvæmdirnar í Borgarfirði taka einungis nokkra daga og á að vera lokið fyrir tuttugasta og fimmta þessa mánaðar. Verkefnið nú verður hins vegar eina votlendisframkvæmdin á þessu vori „Það hefur verið ansi erfið tíð fyrir marga, þar af leiðandi líka fyrir þá sem eru að vinna í endurheimt. Það fór bara að sjást í skurði, fyrir snjó, fyrir tveimur vikum,“ segir Einar. Þá er liðið það nærri varptíma og ekki þykir ráðlegt að raska ró fugla á þeim tíma. „Svo erum við komin inn í varptíma þannig að við verðum að sitja á okkur aðgerðir þangað til í júlí lok eða byrjun ágúst,“ segir Einar. Fjögur verkefni á síðasta ári Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum á síðasta ári. Samanlagt tókst að stöðva útblástur á sjötíu og tveimur hekturum eða um fjórtán hundruð tonn. Sé það margfaldað í átta ár eru það rúm ellefu þúsund og fimmhundruð tonn (11.520) af koltvísýringi. Samkvæmt útreikningi Votlendissjóðs er að sambærilegt og ef sjöhundruð og tuttugu bílar yrðu teknir úr umferð í ár. „Það eru gríðarlegt gæði sem að koma til baka fyrir bæði náttúruna og svo landeigendur sem hafa gaman af náttúru. Þetta margfaldar líffræðilegan fjölbreytileika. Hér margfaldast fuglalíf og svo bætist vatnbúskapur áa og vatna í kringum endurheimt votlendi. Það margfaldast gæði fyrir hvers kyns laxveiði og silungsveiði og svo framvegis,“ segir Einar.
Umhverfismál Borgarbyggð Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira