Eins og Tom Cruise í Vanilla Sky, aleinn á Times Square Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2020 09:00 Sigurjón tók þessa mynd á Times Square í New York fyrir nokkrum vikum. Óvanalega fámennt. Mynd/Sigurjón Guðjónsson Fyrir einu ári síðan fóru hátt um 400 þúsund manns á hverjum degi um Times Square í New York í Bandaríkjunum Sú tala hefur hríðlækkað eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur dunið á borginni. Sigurjón Guðjónsson, ljósmyndari sem starfar fyrir New York-borg, hefur ekki farið varhluta af faraldrinum. Á dögunum hjólaði hann í gegnum Times Square og eins og Tom Cruise í Vanilla Sky, var hann alveg einn á ferð. New York hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Opinberar tölur gefa til kynna að í ríkinu öllu hafi tæplega 15 þúsund manns látist af völdu Covid-19 sjúkdómsins. Ýmislegt bendir þó til þess að mögulega sé faraldurinn á niðurleið í ríkinu. Þannig fer daglegum dauðsföllum fækkandi. Það er þó langt í land og til dæmis reiknar Sigurjón með að vera heima næstu vikurnar, eftir að hafa þegar verið rúmlega mánuð í eins konar sóttkví. „16. mars var fyrsti dagurinn sem ég var heima. Ég er að vinna fyrir borgina og það er bara allt á pásu. Allt sem ég átti að mynda var blásið af og ég var bara sendur heim,“ segir Sigurjón. „Ég held að við eigum alveg góða 30 daga í viðbót í því að horfa á kúrvuna fara niður og svo verður hugsanlega teknar einhverjar vikur í viðbót bara til að fara varlega og passa að þetta fari ekki aftur í gang.“ Viðbrögð stórborgarbúa ekki svo frábrugðin viðbrögðum Íslendinga Sigurjón heyrir reglulega í foreldrum sínum hér á Íslandi og segir hann að miðað við þau samtöl sé upplifunin á því að vera í sjálfskipaðri sóttkví í New York ekkert svo frábrugðin því að vera í sama pakka í Reykjavík. Sigurjón hefur verið búsettur í New York um árabil.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „Það er svo skondið í raun og veru. Maður er bara heima og maður er bara í sömu stöðu og allir og maður er ekkert að upplifa þannig lagað öðruvísi hluti hér en til dæmis heima,“ segir Sigurjón. „Ég held að til dæmis Akureyringar séu alveg að taka þetta jafn alvarlega og þeir sem búa í New York svo ég nefni dæmi. Núna bý ég bara í venjulegri íbúðargötu og hérna er mikill nágrannafílingur. Maður þekkir alla í húsunum hérna og við erum ekki að tala saman út á götu eins og við vorum að gera. Maður sér fólk og veifar þeim hinum megin við götuna. Það virðist vera það sama upp á teningnum heima, finnst mér.“ Það er þó veigamikill munur á Íslandi og New York. „Það er ekki fyrr en maður heyrir í félögum sínum hér þegar maður áttar sig á því að það er klárlega önnur staða í gangi hér en víðast hvar annars staðar. Það er aðallega það sem er hvað mest sjokkerandi. Fyrir utan fólk sem að ég kannast við sem hefur dáið af þessu.“ Borgin, sem venjulega iðar af lífi, er ansi tómleg um þessar mundir.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „ Nágranninn minn niðri, frændsystkini hans er dáið. Ég fór í göngutúr um daginn og rakst á vinkonu mína fyrir algjöra tilviljun. Móðurbróður hennar er á sjúkrahúsi að berjast fyrir lífu sínu. Svo heyrði ég í vinnufélaga mínum um daginn og föðurbróðir hans er dáinn. Þegar maður talar við einhvern þá eru allir sem hafa misst einhvern ættingja eða vin eða eitthvað,“ segir Sigurjón. Sérstakt að hjóla einn niður Broadway og að vera einn á Times Square Sigurjón hefur verið búsettur í New York í meira en áratug. Hann býr á Manhattan með eiginkonu sinni og fimm ára syni þeirra. Frá því að hann flutti til Bandaríkjanna hefur hann upplifað ýmsar hamfarir, en ekkert í líkingu við það sem nú gengur yfir borgina. „Ég hjólaði í gegnum Manhattan eftir fellibylinn Sandy til að sjá hvað hafði gerst en það voru bara ákveðnir staðir sem urðu fyrir barðinu á Sandy. Downtown Manhattan var mjög illa farin og það var lítið um að vera þar en þá voru aðrir staðir sem sluppu alveg. Núna er það þannig að það skiptir ekki máli hvar þú hjólar á Manhattan, í gegnum Times Square eða niður Broadway um daginn, staðir sem eru venjulega þéttsskipaðir. Það er enginn þar núna. Ég hjólaði á miðri akreininni, 60 blokkir, bara einn.“ Reiðhjólin fá frið frá einkabílnum.Mynd/Sigurjón Guðjónsson Beðinn um að lýsa því hvernig tilfinning það er að vera einn á ferð í þessari erkitýpu af stórborg getur Sigurjón ekki annað en vísað í Hollywood-myndir, enda er frægt atriði í myndinni Vanilla Sky þar sem Tom Cruise er staddur á mannlausu Time Square. „Það eru tvær kvikmyndir sem hafa verið gerðar út frá þessari pælingu, I Am Legend með Will Smith og svo Vanilla Sky með Tom Cruise og þegar maður sá þessar myndir þá fannst manni þær heillandi en núna þegar maður er að upplifa það er það bara óhugnanlegt,“ segir Sigurjón. „Í New York er það þannig að það eru allir að vinna, það eru allir að reyna að „make a buck“ en núna er bara ekkert í gangi. Það er svo ótrúlegur meirihluti sem er að taka þetta alvarlega og vera heima. Það eru svo margir sem er að hlusta á þær leiðbeiningar sem gefnar eru yfirvöldum,“ segir Sigurjón og líklega er það hluti skýringarinnar á því af hverju faraldurinn virðist vera, mögulega, að mjakast niður á við í New York. Ræðst mikið af skólahaldi hvernig framhaldið verður Þangað til að faraldurinn er kominn í mun meiri rénun verður Sigurjón og flestir New York búar heima. Dagarnir eru því ekki flóknir. Ef Palli væri í heiminum, væri hann í New York.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „Það eru í raun og veru allir að standa í þessu sama, að ganga saman í þessu. Við erum bara að umgangast hvort annað og það er náttúrulega allt lokað, allir almenningsgarðar og við eigum náttúrulega fimm ára krakka og það er erfitt að halda honum inni allan daginn alla daga. Við förum út á gangstétt og upp og niður götuna enda eru rosa fáir á ferli,“ segir Sigurjón. „Við eigum nágranna, par, sem er í sama pakka og við og eru ekki að vinna. Okkar sóttkvíarhringur er við og þau tvö. Það er allt og sumt, ég hef ekki hitt og séð annað fólk,“ segir Sigurjón. Og það er langt í land. Eins og fyrr segir reiknar Sigurjón með mánuði í viðbót. Það veltur mikið á því hvort skólarnir verði opnaðir á nýjan leik. „Það er búið að slá af skólahald og það segir rosalega um framhaldið. Ég efast um að skólahald verði sett aftur á. Ef að við gefum okkur að það verði svo þá er það alltaf talið vera uppistaðan í öllu hérna í New York. Ef að krakkarnir eru heima þá þurfa foreldrarnir að vera heima og skólalokunin gildir fram í miðjan júní.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Fyrir einu ári síðan fóru hátt um 400 þúsund manns á hverjum degi um Times Square í New York í Bandaríkjunum Sú tala hefur hríðlækkað eftir því sem kórónuveirufaraldurinn hefur dunið á borginni. Sigurjón Guðjónsson, ljósmyndari sem starfar fyrir New York-borg, hefur ekki farið varhluta af faraldrinum. Á dögunum hjólaði hann í gegnum Times Square og eins og Tom Cruise í Vanilla Sky, var hann alveg einn á ferð. New York hefur farið illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Opinberar tölur gefa til kynna að í ríkinu öllu hafi tæplega 15 þúsund manns látist af völdu Covid-19 sjúkdómsins. Ýmislegt bendir þó til þess að mögulega sé faraldurinn á niðurleið í ríkinu. Þannig fer daglegum dauðsföllum fækkandi. Það er þó langt í land og til dæmis reiknar Sigurjón með að vera heima næstu vikurnar, eftir að hafa þegar verið rúmlega mánuð í eins konar sóttkví. „16. mars var fyrsti dagurinn sem ég var heima. Ég er að vinna fyrir borgina og það er bara allt á pásu. Allt sem ég átti að mynda var blásið af og ég var bara sendur heim,“ segir Sigurjón. „Ég held að við eigum alveg góða 30 daga í viðbót í því að horfa á kúrvuna fara niður og svo verður hugsanlega teknar einhverjar vikur í viðbót bara til að fara varlega og passa að þetta fari ekki aftur í gang.“ Viðbrögð stórborgarbúa ekki svo frábrugðin viðbrögðum Íslendinga Sigurjón heyrir reglulega í foreldrum sínum hér á Íslandi og segir hann að miðað við þau samtöl sé upplifunin á því að vera í sjálfskipaðri sóttkví í New York ekkert svo frábrugðin því að vera í sama pakka í Reykjavík. Sigurjón hefur verið búsettur í New York um árabil.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „Það er svo skondið í raun og veru. Maður er bara heima og maður er bara í sömu stöðu og allir og maður er ekkert að upplifa þannig lagað öðruvísi hluti hér en til dæmis heima,“ segir Sigurjón. „Ég held að til dæmis Akureyringar séu alveg að taka þetta jafn alvarlega og þeir sem búa í New York svo ég nefni dæmi. Núna bý ég bara í venjulegri íbúðargötu og hérna er mikill nágrannafílingur. Maður þekkir alla í húsunum hérna og við erum ekki að tala saman út á götu eins og við vorum að gera. Maður sér fólk og veifar þeim hinum megin við götuna. Það virðist vera það sama upp á teningnum heima, finnst mér.“ Það er þó veigamikill munur á Íslandi og New York. „Það er ekki fyrr en maður heyrir í félögum sínum hér þegar maður áttar sig á því að það er klárlega önnur staða í gangi hér en víðast hvar annars staðar. Það er aðallega það sem er hvað mest sjokkerandi. Fyrir utan fólk sem að ég kannast við sem hefur dáið af þessu.“ Borgin, sem venjulega iðar af lífi, er ansi tómleg um þessar mundir.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „ Nágranninn minn niðri, frændsystkini hans er dáið. Ég fór í göngutúr um daginn og rakst á vinkonu mína fyrir algjöra tilviljun. Móðurbróður hennar er á sjúkrahúsi að berjast fyrir lífu sínu. Svo heyrði ég í vinnufélaga mínum um daginn og föðurbróðir hans er dáinn. Þegar maður talar við einhvern þá eru allir sem hafa misst einhvern ættingja eða vin eða eitthvað,“ segir Sigurjón. Sérstakt að hjóla einn niður Broadway og að vera einn á Times Square Sigurjón hefur verið búsettur í New York í meira en áratug. Hann býr á Manhattan með eiginkonu sinni og fimm ára syni þeirra. Frá því að hann flutti til Bandaríkjanna hefur hann upplifað ýmsar hamfarir, en ekkert í líkingu við það sem nú gengur yfir borgina. „Ég hjólaði í gegnum Manhattan eftir fellibylinn Sandy til að sjá hvað hafði gerst en það voru bara ákveðnir staðir sem urðu fyrir barðinu á Sandy. Downtown Manhattan var mjög illa farin og það var lítið um að vera þar en þá voru aðrir staðir sem sluppu alveg. Núna er það þannig að það skiptir ekki máli hvar þú hjólar á Manhattan, í gegnum Times Square eða niður Broadway um daginn, staðir sem eru venjulega þéttsskipaðir. Það er enginn þar núna. Ég hjólaði á miðri akreininni, 60 blokkir, bara einn.“ Reiðhjólin fá frið frá einkabílnum.Mynd/Sigurjón Guðjónsson Beðinn um að lýsa því hvernig tilfinning það er að vera einn á ferð í þessari erkitýpu af stórborg getur Sigurjón ekki annað en vísað í Hollywood-myndir, enda er frægt atriði í myndinni Vanilla Sky þar sem Tom Cruise er staddur á mannlausu Time Square. „Það eru tvær kvikmyndir sem hafa verið gerðar út frá þessari pælingu, I Am Legend með Will Smith og svo Vanilla Sky með Tom Cruise og þegar maður sá þessar myndir þá fannst manni þær heillandi en núna þegar maður er að upplifa það er það bara óhugnanlegt,“ segir Sigurjón. „Í New York er það þannig að það eru allir að vinna, það eru allir að reyna að „make a buck“ en núna er bara ekkert í gangi. Það er svo ótrúlegur meirihluti sem er að taka þetta alvarlega og vera heima. Það eru svo margir sem er að hlusta á þær leiðbeiningar sem gefnar eru yfirvöldum,“ segir Sigurjón og líklega er það hluti skýringarinnar á því af hverju faraldurinn virðist vera, mögulega, að mjakast niður á við í New York. Ræðst mikið af skólahaldi hvernig framhaldið verður Þangað til að faraldurinn er kominn í mun meiri rénun verður Sigurjón og flestir New York búar heima. Dagarnir eru því ekki flóknir. Ef Palli væri í heiminum, væri hann í New York.Mynd/Sigurjón Guðjónsson „Það eru í raun og veru allir að standa í þessu sama, að ganga saman í þessu. Við erum bara að umgangast hvort annað og það er náttúrulega allt lokað, allir almenningsgarðar og við eigum náttúrulega fimm ára krakka og það er erfitt að halda honum inni allan daginn alla daga. Við förum út á gangstétt og upp og niður götuna enda eru rosa fáir á ferli,“ segir Sigurjón. „Við eigum nágranna, par, sem er í sama pakka og við og eru ekki að vinna. Okkar sóttkvíarhringur er við og þau tvö. Það er allt og sumt, ég hef ekki hitt og séð annað fólk,“ segir Sigurjón. Og það er langt í land. Eins og fyrr segir reiknar Sigurjón með mánuði í viðbót. Það veltur mikið á því hvort skólarnir verði opnaðir á nýjan leik. „Það er búið að slá af skólahald og það segir rosalega um framhaldið. Ég efast um að skólahald verði sett aftur á. Ef að við gefum okkur að það verði svo þá er það alltaf talið vera uppistaðan í öllu hérna í New York. Ef að krakkarnir eru heima þá þurfa foreldrarnir að vera heima og skólalokunin gildir fram í miðjan júní.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira