Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Hér sést forstjóri japanska sýnaglasa-framleiðandans afhenda DHL hraðsendingaþjónustu fyrstu sendinguna af sýnaglösum. Á sendingunni er íslenski fáninn og skilaboð um að nú gerum við okkar besta. Aðsend Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“ Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir, sem einnig er þekkt undir nafninu Avigan. Lyfið er framleitt af japanska lyfjafyrirtækinu Fujifilm og hefur sýnt virkni gegn kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að gjöfin muni duga til meðferðar fyrir 100 sjúklinga sem veikst hafa illa af Covid-19. „Favipiravir er veirulyf sem þróað var í Japan og hefur verið notað þar til að meðhöndla inflúensu, en nú hefur komið í ljós að lyfið hefur einnig virkni gegn SARS-CoV-2 með því að hamla gegn eftirmyndun erfðaefnis veirunnar,“ er haft eftir Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Landspítalanum. Auk þess að nota lyfið við meðhöndlun Covid-sjúklinga mun Landspítalinn láta gera klíníska rannsókn á virkni Favipiravir. Lyfið er væntanlegt til landsins á næstu vikum. Mörg ríki taka þátt í kapphlaupi um lyfið Bolli Thoroddsen og starfsmenn japansk-íslensks fyrirtækis hans, Takanawa, áttu stóran þátt í því að útvega lyfið frá Fujifilm. Að þeirra sögn er eftirspurn eftir lyfinu í ýmsum ríkjum svo mikil, að einna helst mætti líkja henni við kapphlaup fimmtíu ríkja um að verða sér úti um lyfið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og sendiherra Japans á Íslandi, Hitoshi Ozawa, beittu sér öll fyrir því að fá lyfið sent hingað til lands. Sextíu þúsund pinnar og sýnaglös í pakkanum Auk lyfsins útvegaði Takanawa Landspítalanum 60 þúsúnd pinna, sem hægt verður að nota við áframhaldandi sýnatöku þegar prófað verður fyrir kórónuveirunni í fólki. Pinnarnir verða stærsti hluti þeirra sýnatökupinna sem spítalinn notar. Þá merkti framleiðandi pinnanna sendinguna hingað til lands með íslenska fánanum og skilaboðunum „Gerum okkar besta.“
Landspítalinn Lyf Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira