Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Í aðgerðapakkanum sem stjórnvöld kynntu í gær kemur meðal annars fram að „komið verði til móts við lausafjárvanda ferðaskrifstofa með lagabreytingu sem heimilar þeim að endurgreiða vissar ferðir með inneignarnótum.“ Breki er afar ósáttur með útspilið. „Það sem við höfum aðallega áhyggjur af er að þarna er verið að velta lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytendum. Það er ekki að leysa vandann heldur bara að færa hann til. Þá teljum við líka að þetta geti gengið gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar þar sem fókl kaupir ferðina undir þágildandi lögum og reglum með þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem því fylgir og það er ekki hægt að breyta lögum eftir á. Það er ekki í anda lýðræðis að lög séu afurvirk eins og þetta frumvarp gengur út á. Breki telur að stjórnvöld geti bakað sér bótaskyldu nái frumvarpið fram að ganga í þeirri mynd sem það er nú. „Við erum öll í þessu saman. Við þurfum að takast á við þetta saman en þá þýðir það líka að við eigum ekki að velta vandanum frá einum aðila yfir á annan, það er að segja frá ferðaskrifstofum yfir á neytendur. Við neitendur höfum, mörg hver, misst lífsviðurværi okkar, við erum með skert starfshlutfall og höfum jafnvel misst vinnuna. Við eigum líka við lausafjárvanda að stríða. Breki mælir með „dönsku leiðinni“ svokölluðu til að leysa vandann. „Þar sem ferðafyrirtækjum er lánaður peningur til að borga neytendum til baka og svo hafa ferðafyrirtæki tíu ár til að endurgreiða slík lán. Það myndi leysa vandann og auka lausafé í hagkerfinu og örva það. Það væri eitthvað sem væri öllum til góða en ekki bara plástur á svöðusár.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Formaður Neytendasamtakanna vonast til að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. 19. apríl 2020 12:14