Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:37 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. visir/Vilhelm Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika Í lok dags í gær höfðu borist 25 þúsund umsóknir um hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir þennan fjölda sýna að úrræðið sé að virka til að brúa erfitt tímabil. „Og þannig tryggja að fólk tapi ekki vinnunni og að ráðningasambandið haldi," segir Ásmundur. Hann býst við að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysisbætur á árinu. Í mars bárust einnig 5.500 umsóknir um almennar atvinnuleysisbætur. Samkvæmt því misstu um þrjátíu þúsund manns vinnuna eða hluta úr vinnu í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að þrettán prósent í apríl. „Auðvitað ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta en við erum að gera ráð því í okkar spám, sem ríkisstjórnin er að vinna með, að það verði núll tekjur af ferðaþjónsut í apríl, núll tekjur í maí og litlar í júní. Að atvinnugrein sem er svona stór lamist algjörlega og síðan í ofan á lag að samfélagið allt svona meira og minna lamist getur samt auðvitað ekki haft aðrar afleiðingar en þessar," segir Ásmundur. Félagsmálaráðherra vinnur að frekari aðgerðum vegna aukins atvinnuleysis í samstarfi við menntamálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hann segir unnið að aðgerðum er lúta að varanlegu atvinnuleysi, meðal annars í samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Það eru aðgerðir sem varða menntun það eru aðgerðir sem varða vinnumarkaðinn og möguleika fólks til að fara í vinnu á nýjan leik. Hluti af þeim eru aðgerðir sem eru sambærilegar þeim sem voru í efnahagshruninu og aðrar aðeins öðruvísi." Forseti ASÍ greindi frá því í gær að tugir ábendinga hafi borist vegna misnotkunar á hlutabótum. Fyrirtæki eru þá að lækka starfshlutfall fólks en haga þó ekki vinnunni samkvæmt því. Með því eru fyrirtæki að færa launakostnað yfir á ríkið. „Það er algjörlega skýrt að að atvinnuleysisbætur eru ekkki ætlaðar til þeirra sem eru að vinna. Þær eru vegna þess að vinnu er ekki að hafa. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að gera við þessar aðstæður. Ég hvet fyrirtæki til að gera þetta ekki og ég hvet launaþega og launþegahreyfingar til að vera vakandi fyrir þessu," segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira