Ómissandi hluti heilbrigðiskerfisins Ólafur Stephensen skrifar 20. apríl 2020 16:30 Stöð 2 sagði frá því á laugardagskvöldið að birgðastaða lyfja á Íslandi hefði sjaldan verið betri og áhyggjur af lyfjaskorti væru ástæðulausar. Þessi góða staða er langt frá því að vera sjálfsögð. Að baki liggur þrotlaus vinna fjölmargra starfsmanna einkafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðisgeirann með innflutningi og dreifingu á lyfjum og heilbrigðisvörum. Framlag þessara þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra hefur verið gríðarlega mikilvægt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn en ekki farið sérstaklega hátt. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, nefndi á daglegum blaðamannafundi Almannavarna í dag að ein ástæða góðrar birgðastöðu heilbrigðisvara í landinu væri „kraftur og útsjónarsemi birgja og innflytjenda, sem hafa náð í birgðir umfram það sem hægt var að ætlast til.“ Óslitin aðfangakeðja og nægar birgðir Aðfangakeðjan fyrir lyf og lækningatæki til landsins hefur ekki rofnað, meðal annars af því að starfsfólk þjónustufyrirtækja hefur verið óþreytandi að finna nýjar leiðir til landsins þrátt fyrir að farþegaflug hafi að mestu fallið niður og fraktflug sé af skornum skammti. Skipaflutningar eru farnir að gegna vaxandi og gríðarlega mikilvægu öryggishlutverki. Í einu tilviki þurfti Samkeppniseftirlitið að gefa undanþágu vegna tímabundins samstarfs keppinauta, þannig að eitt skipafélag gæti sótt gáma með lyfjum sem annað hafði neyðzt til að skilja eftir. Undirbúningur fyrirtækjanna að því að auka birgðir hófst strax um miðjan janúar er vísbendingar byrjuðu að berast um alvarleika COVID-19 faraldursins. Fyrirtækin í þessum geira eru vön því að bregðast við slíkum atburðum með fyrirhyggju og skipulagningu, enda gera þau sér ljósa grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi sínu og ábyrgð. Áralöng sambönd heilbrigðisfyrirtækja við erlenda birgja, byggð á trausti og þéttu samstarfi, bera nú ávöxt í formi þess að birgjar gleyma ekki Íslandi þrátt fyrir smæð markaðarins, alheimsskort og gylliboð um hærra verð fyrir lyf og aðrar heilbrigðisvörur. Góð sambönd við birgja hafa orðið til þess að hægt hefur verið að útvega lyf og heilbrigðisvörur sem ekki lágu á lausu, þar með talin lyf til að meðhöndla COVID-19 sjúklinga, ýmsan hlífðarfatnað, öndunarvélar, grímur, sýnatökupinna og aðrar brýnar heilbrigðisvörur sem skortur hefur verið á á alþjóðamarkaði. Sérfræðingar á vegum fyrirtækjanna eru reglulega í samráði við erlenda framleiðendur til að vakta stöðuna og mæta þörfum Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana. Fyrirtækin eru að sjálfsögðu í góðu samstarfi við yfirvöld, t.d. Lyfjastofnun, sóttvarnalækni, heilbrigðisráðueytið og utanríkisráðuneytið, auk Landspítalans, um að greiða götu innflutnings á nauðsynlegum vörum og brjóta niður múra sem orðið hafa til í umróti heimsfaraldursins. Um leið er gríðarlega mikilvægt að ekki sé gerð nein málamiðlum í kröfum um gæði, til dæmis um hitastýringarvöktun í lyfjaflutningum o.s.frv. Þar er lykilatriði að þjónustufyrirtæki landsins hafi komið sér upp sérhæfðu húsnæði, tækjum og aðstöðu og hafa yfir að ráða sérfræðingum í heilbrigðisvísindum og starfsmönnum með mikla reynslu af meðhöndlun lyfja og heilbrigðisvara. Varúðarráðstafanir í rekstrinum Þjónustufyrirtækin gera sér ljósa grein fyrir áhættunni sem er fólgin í því að starfsemi í vöruhúsum þeirra skerðist eða stöðvist. Þannig eru eingöngu tvö sérhæfð lyfjadreifingarfyrirtæki til í landinu, Parlogis og Distica. Óskert starfsemi þeirra er grundvallarforsenda fyrir því að heilbrigðisstofnanir geti haldið áfram að fá lyf, rekstrarvörur og lækningatæki sem koma til landsins á vegum þessara fyrirtækja. Til að tryggja að sú staða komi ekki upp þrátt fyrir hugsanlegt smit meðal starfsmanna, sem eru sérhæfðir og þjálfaðir samkvæmt því gæðaferli sem er viðhaft í meðferð lyfja og lækningatækja, er búið að byggja upp margra laga varnarmúr. Búið er að skipta upp og hindra samgang og hugsanlegt smit starfsmanna milli vöruhúsa, en tryggja jafnframt með þjálfun að hægt sé að færa fólk milli húsa sem og vinnusvæða. Búið er að skipta upp í lið innan vöruhúsa, þannig að smit verði takmarkað við hluta starfsmanna ef það kemur upp. Ef allt um þrýtur er búið að afla samþykkis Samkeppniseftirlitsins til að samræma eða sameina starfsemi þessara vöruhúsa og dreifingu þeirra undir eftirliti Lyfjastofnunar. Órjúfanlegur hluti baráttunnar við faraldurinn Þjónustufyrirtækin í heilbrigðisgeiranum hafa mörg hver að eigin frumkvæði byggt upp birgðir umfram það sem yfirvöld hafa óskað eftir. Það er gert á þeirra kostnað og endurspeglar vilja fyrirtækjanna til að leggja samfélaginu lið án þess að hafa eigin hag í fyrirrúmi. Heilbrigðisyfirvöld mættu gjarnan huga að því að þótt nú séu afar óvenjulegir tímar, sem geta útheimt óvenjulegar aðgerðir, þarf að gæta þess vel að fara ekki að óþörfu á svig við t.d. reglur um opinber innkaup eða þær gæðakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisvara sem keyptar eru inn til landsins ef kostur er á öðru. Stundum er talað eins og þjónustufyrirtæki í innflutningi lyfja, heilbrigðisvara og lækningatækja séu lítt þarfir „milliliðir“ sem hið opinbera heilbrigðiskerfi ætti að stytta sér leið framhjá. Reynsla undanfarinna vikna sýnir hins vegar glöggt mikilvægi þess að hafa traust innlend fyrirtæki sem hafa í áranna rás byggt upp sérhæfða reynslu og þekkingu, viðskiptasambönd og net birgja sem tryggir Íslandi nú þau lyf og lækningavörur sem á þarf að halda. Þessi fyrirtæki hafa þróað ferla og kerfi sem hafa staðizt allar kröfur erlendra birgja og geta nú lagt sitt af mörkum með hinu opinbera til að takast á við alvarlegustu heilbrigðisvá í meira en öld. Þessi fyrirtæki eru órjúfanlegur og ómissandi hluti íslenzks heilbrigðiskerfis, sem tekst nú á við heimsfaraldurinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stöð 2 sagði frá því á laugardagskvöldið að birgðastaða lyfja á Íslandi hefði sjaldan verið betri og áhyggjur af lyfjaskorti væru ástæðulausar. Þessi góða staða er langt frá því að vera sjálfsögð. Að baki liggur þrotlaus vinna fjölmargra starfsmanna einkafyrirtækja sem þjónusta heilbrigðisgeirann með innflutningi og dreifingu á lyfjum og heilbrigðisvörum. Framlag þessara þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra hefur verið gríðarlega mikilvægt í baráttunni við COVID-19 faraldurinn en ekki farið sérstaklega hátt. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, nefndi á daglegum blaðamannafundi Almannavarna í dag að ein ástæða góðrar birgðastöðu heilbrigðisvara í landinu væri „kraftur og útsjónarsemi birgja og innflytjenda, sem hafa náð í birgðir umfram það sem hægt var að ætlast til.“ Óslitin aðfangakeðja og nægar birgðir Aðfangakeðjan fyrir lyf og lækningatæki til landsins hefur ekki rofnað, meðal annars af því að starfsfólk þjónustufyrirtækja hefur verið óþreytandi að finna nýjar leiðir til landsins þrátt fyrir að farþegaflug hafi að mestu fallið niður og fraktflug sé af skornum skammti. Skipaflutningar eru farnir að gegna vaxandi og gríðarlega mikilvægu öryggishlutverki. Í einu tilviki þurfti Samkeppniseftirlitið að gefa undanþágu vegna tímabundins samstarfs keppinauta, þannig að eitt skipafélag gæti sótt gáma með lyfjum sem annað hafði neyðzt til að skilja eftir. Undirbúningur fyrirtækjanna að því að auka birgðir hófst strax um miðjan janúar er vísbendingar byrjuðu að berast um alvarleika COVID-19 faraldursins. Fyrirtækin í þessum geira eru vön því að bregðast við slíkum atburðum með fyrirhyggju og skipulagningu, enda gera þau sér ljósa grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi sínu og ábyrgð. Áralöng sambönd heilbrigðisfyrirtækja við erlenda birgja, byggð á trausti og þéttu samstarfi, bera nú ávöxt í formi þess að birgjar gleyma ekki Íslandi þrátt fyrir smæð markaðarins, alheimsskort og gylliboð um hærra verð fyrir lyf og aðrar heilbrigðisvörur. Góð sambönd við birgja hafa orðið til þess að hægt hefur verið að útvega lyf og heilbrigðisvörur sem ekki lágu á lausu, þar með talin lyf til að meðhöndla COVID-19 sjúklinga, ýmsan hlífðarfatnað, öndunarvélar, grímur, sýnatökupinna og aðrar brýnar heilbrigðisvörur sem skortur hefur verið á á alþjóðamarkaði. Sérfræðingar á vegum fyrirtækjanna eru reglulega í samráði við erlenda framleiðendur til að vakta stöðuna og mæta þörfum Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana. Fyrirtækin eru að sjálfsögðu í góðu samstarfi við yfirvöld, t.d. Lyfjastofnun, sóttvarnalækni, heilbrigðisráðueytið og utanríkisráðuneytið, auk Landspítalans, um að greiða götu innflutnings á nauðsynlegum vörum og brjóta niður múra sem orðið hafa til í umróti heimsfaraldursins. Um leið er gríðarlega mikilvægt að ekki sé gerð nein málamiðlum í kröfum um gæði, til dæmis um hitastýringarvöktun í lyfjaflutningum o.s.frv. Þar er lykilatriði að þjónustufyrirtæki landsins hafi komið sér upp sérhæfðu húsnæði, tækjum og aðstöðu og hafa yfir að ráða sérfræðingum í heilbrigðisvísindum og starfsmönnum með mikla reynslu af meðhöndlun lyfja og heilbrigðisvara. Varúðarráðstafanir í rekstrinum Þjónustufyrirtækin gera sér ljósa grein fyrir áhættunni sem er fólgin í því að starfsemi í vöruhúsum þeirra skerðist eða stöðvist. Þannig eru eingöngu tvö sérhæfð lyfjadreifingarfyrirtæki til í landinu, Parlogis og Distica. Óskert starfsemi þeirra er grundvallarforsenda fyrir því að heilbrigðisstofnanir geti haldið áfram að fá lyf, rekstrarvörur og lækningatæki sem koma til landsins á vegum þessara fyrirtækja. Til að tryggja að sú staða komi ekki upp þrátt fyrir hugsanlegt smit meðal starfsmanna, sem eru sérhæfðir og þjálfaðir samkvæmt því gæðaferli sem er viðhaft í meðferð lyfja og lækningatækja, er búið að byggja upp margra laga varnarmúr. Búið er að skipta upp og hindra samgang og hugsanlegt smit starfsmanna milli vöruhúsa, en tryggja jafnframt með þjálfun að hægt sé að færa fólk milli húsa sem og vinnusvæða. Búið er að skipta upp í lið innan vöruhúsa, þannig að smit verði takmarkað við hluta starfsmanna ef það kemur upp. Ef allt um þrýtur er búið að afla samþykkis Samkeppniseftirlitsins til að samræma eða sameina starfsemi þessara vöruhúsa og dreifingu þeirra undir eftirliti Lyfjastofnunar. Órjúfanlegur hluti baráttunnar við faraldurinn Þjónustufyrirtækin í heilbrigðisgeiranum hafa mörg hver að eigin frumkvæði byggt upp birgðir umfram það sem yfirvöld hafa óskað eftir. Það er gert á þeirra kostnað og endurspeglar vilja fyrirtækjanna til að leggja samfélaginu lið án þess að hafa eigin hag í fyrirrúmi. Heilbrigðisyfirvöld mættu gjarnan huga að því að þótt nú séu afar óvenjulegir tímar, sem geta útheimt óvenjulegar aðgerðir, þarf að gæta þess vel að fara ekki að óþörfu á svig við t.d. reglur um opinber innkaup eða þær gæðakröfur sem gerðar eru til heilbrigðisvara sem keyptar eru inn til landsins ef kostur er á öðru. Stundum er talað eins og þjónustufyrirtæki í innflutningi lyfja, heilbrigðisvara og lækningatækja séu lítt þarfir „milliliðir“ sem hið opinbera heilbrigðiskerfi ætti að stytta sér leið framhjá. Reynsla undanfarinna vikna sýnir hins vegar glöggt mikilvægi þess að hafa traust innlend fyrirtæki sem hafa í áranna rás byggt upp sérhæfða reynslu og þekkingu, viðskiptasambönd og net birgja sem tryggir Íslandi nú þau lyf og lækningavörur sem á þarf að halda. Þessi fyrirtæki hafa þróað ferla og kerfi sem hafa staðizt allar kröfur erlendra birgja og geta nú lagt sitt af mörkum með hinu opinbera til að takast á við alvarlegustu heilbrigðisvá í meira en öld. Þessi fyrirtæki eru órjúfanlegur og ómissandi hluti íslenzks heilbrigðiskerfis, sem tekst nú á við heimsfaraldurinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar