Aflétta hertum aðgerðum í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 15:43 Þingeyri er eitt af þeim þorpum þar sem slakað verður á hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira