Ætla að setja smitrakningaforritið í loftið á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2020 15:58 Alma Möller landlæknir sagði í gríni að engu breytti þótt 1. apríl væri á morgun. Forritið yrði kynnt. Vísir/Vilhelm Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Smitrakningarforrit sem ætlað er að hraða smitrakningavinnu hér á landi til muna vegna kórónuveirunnar verður kynnt á morgun. Þetta kom fram í máli Ölmu Dagbjartar Möller landlæknis á daglegum upplýsingafundi í dag. Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt, ræða þarf við smitaða og biðja þá um að rifja upp hverja þeir hafa verið í samskiptum við á því tímabili sem talið er að þeir hafa verið smitandi. Þarf tvöfalt samþykki Þar gæti minnið þvælst fyrir fólki og mun forritið því nýtast vel. Forritið virkar þannig að það nemur síma sem hafa verið nálægt því hverju sinni. Þær upplýsingar eru síðan nýttar þegar einhver greinist með smit. „Nú er hönnun og öryggisprófun alveg að ljúka og allar líkur á að appið komist í gagnið á morgun. Þó það sé 1. apríl þá verður því hleypt í loftið þann dag. Við munum kynna þetta betur á morgun,“ sagði Alma á fundinum í dag. Notkun appsins byggir á svokölluðu tvöföldu samþykki. „Fyrst þarf að samþykkja að hlaða því niður á símann sinn. Síðan fylgist appið með ferðum út frá GPS. Því er bara varpað inn í síma notanda, aðeins geymt þar. Ef notandinn greinist þarf hann aftur að veita smitrakningarteyminu leyfi til að nota þessar upplýsingar. Þannig að mikils öryggis er gætt og kerfið hefur þegar verið vottað af óháðum aðila varðandi öryggi.“ Skiptir miklu máli Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á dögunum að stefnt væri á að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil inn í grunn þar sem hægt yrði að sækja það. „Það nýtist okkur síðan þegar við þurfum að hafa samband við þá einstaklinga sem hafa verið nálægt einhverjum sem hefur verið smitaður. Þá getum við sent skilaboð á alla þá sem hafa verið í ákveðinni fjarlægð frá honum í ákveðinn tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Víðir segir forritið nauðsynlegt til að rekja smit hratt og örugglega þegar smitum fer ört fjölgandi. „Þetta er margfalt fljótlegra og það skiptir máli í þessu þegar hraðinn fer að aukast í þessu að ná til þeirra sem fyrst sem eru smitaðir,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tækni Tengdar fréttir Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40 Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Hafði sínar efasemdir um smitrakningaforritið en er nú sannfærður eftir að hafa séð tæknina á bak við það Persónuverndarfulltrúi hjá Landlækni tjáir sig um smitvarnaforritið sem fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur aðstoðað við að hann án endurgjalds. 25. mars 2020 21:40
Ætla að biðja þjóðina að sækja smitrakningaforrit í símana sem safnar upplýsingum um ferðir hennar Stefna að því að senda smitrakningaforritið til þjóðarinnar á mánudag. Forritinu er ætlað að hraða smitrakningu til muna sem Víðir Reynisson segir nauðsynlegt þegar smitum fer ört fjölgandi. 24. mars 2020 18:35