Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 15:45 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi frá því að tekin hefði verið ákvörðun í hádeginu um að leyfa aðstandendum ekki lengur að fylgja konum í keisaraskurð á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ekki standi til að breyta fyrirkomulagi varðandi hefðbundnar fæðingar að sinni en áfram er brýnt fyrir aðstandendum að koma ekki á spítalanna hafi þeir minnstu einkenni veikinda. „Það eru að minnsta kosti átta starfsmenn sem þurfa að vera viðstaddir á skurðstofunni og í miklu návígi við konuna og aðstandanda ef hann er viðstaddur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítalans, nánar um ástæður ákvörðunarinnar varðandi keisaraskurð. Maki eða aðstandandi fái að koma einn að heimsækja konu og barn þegar hún er komin aftur á deildina. Smitaðar konur noti maska þegar þær gefa barni brjóst Áður hefur verið gripið til þess að takmarka komu maka eða aðstandenda að sónarskoðun og á göngudeildir. Hulda segir að ekki standi til að breyta þeim aðgerðum að svo stöddu en þær séu í stöðugri endurskoðun á grundvelli ástandsins hverju sinni, hér og erlendis. „Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að vernda starfsemina. Þess vegna höfum við þurft að vera með þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Hulda. Alma Möller, landlæknir, tók fram á upplýsingafundinum að því hafi verið beint til forstjóra heilbrigðistofnana og stóru sjúkrahúsanna að samræma leiðbeiningar sínar fyrir fæðingadeildir. Hulda ítrekaði það sem sóttvarna- og landlæknir hafa áður sagt að þungaðar konur virðist ekki í meiri hættu vegna COVID-19-smits en aðrir, hvorki hvað varðar líkur á að smitast né alvarleika veikinda. Til að verja starfsemi spítalans sé mælt með því að konur sem eru komnar fram yfir 36 viku meðgöngu haldi sig sem mest heima við og viðhafi alla þá smitgát sem almennt er mælt með, þar á meðal að takmarka umgengni við annað fólk. Varðandi konur sem eru með barn á brjósti og smitast af COVID-19 sagði Hulda að þær ættu að taka sérstakt tillit til smitgátar, þvo sér vel um hendur og vera helst með maska þegar þær gefa barni brjóst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15 Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina. 31. mars 2020 15:15
Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31. mars 2020 14:54
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00