Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2020 21:20 Strætó mun draga úr akstri vegna kórónuveirufaraldursins og taka breytingar á leiðakerfi gildi þriðjudaginn 31. mars. vísir Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Breytingarnar verða eftirfarandi: Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun með nokkrum undantekningum: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum; Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun; Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri; Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Vilji farþegar stoppa hjá Reykjalundi á leið í átt að Mosfellsbæ þurfa þeir að láta vagnstjórann vita og mun hann taka krók að Reykjalundi. Þá verður aukaferðum bætt við á morgnanna til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður óbreyttur. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér. Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar verður hætt tímabundið. Þá verður biðstöðvatöflum á stoppistöðvum ekki breytt og eru farþegar beðnir um að skoða áætlunartíma inni á heimasíðu Strætó eða í snjallsímaforriti Strætó. Farþegar eru einnig minntir á að framhurð vagna er lokuð og farþegar eru beðnir um að ganga inn um aftari dyr vagnsins. Innra rými vagnanna er skipt í tvo hluta og hefur borði verið strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til að aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Farþegar eru einnig beðnir um að nýta sér Strætóappið til að greiða fyrir ferðirnar eða notast við strætókort til að fækka snertifleti um borð í vögnunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23 Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46 Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. 27. mars 2020 12:23
Dagar handabandsins gætu verið taldir vegna kórónuveirunnar Þetta sýna breytingar sem hafa orðið á íslensku samfélagi í farsóttum áður fyrr. 28. mars 2020 19:46
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27