Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 21:00 Enn er óljóst hvenær Íslandsmeistaravörn KR hefst en byrjun Íslandsmótsins var frestað vegna samkomubanns. VÍSIR/DANÍEL Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Félögin í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þurfa að lækka laun leikmanna og endursemja við leikmenn vegna þeirra efnahagslegu áhrifa sem kórónuveiran hefur haft. Páll Kristjánsson, nýr formaður knattspyrnudeildar KR, var gestur þáttarins Sportið í dag á Stöð 2 Sport og fór yfir stöðuna. Páll vill að íþróttafélögin geti farið sömu leið og fyrirtæki sem hafa minnkað starfshlutfall starfsmanna sem geta svo fengið bætur til að vega upp á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Það er mín skoðun að íþróttafélög eigi að falla undir þessi úrræði sem að hið opinbera býður upp á. Í hinum fullkomna heimi myndu því íþróttafélögin borga 25% af samningum, og ríkið kemur inn með 75%. Ég vinn eftir þeirri reglu,“ sagði Páll. Hann sagði það geta skapað ákveðin vandamál hve algengir verktakasamningar væru í íþróttaheiminum, en að það væri hans vilji að það sama gilti um íþróttafólk og þjálfara eins og aðra þegna samfélagsins á þessum tímum. „Umræðan verður alltaf þannig um leið og menn fara að tala um laun hjá karlmönnum í fótbolta, körfubolta eða handbolta, að hún verður mikið viðkvæmari. Eins og eitthvað jarðsprengjusvæði. Menn þora ekki að upplýsa um laun og það er ákveðin leyndarhyggja yfir þessu, sem ég skil reyndar ekki og sé enga þörf á. En við megum ekki horfa framhjá því að íþróttahreyfingin er mikið meira en efsta lag afreksmanna. Við erum með þjálfara niður allan stigann, niður í yngstu flokka, og erum í sömu vandræðum með þá eins og alla aðra. Um óvissan tíma erum við að tapa allt of stórum hluta af okkar tekjum og við þurfum einhvern veginn að svara þessu með yngri flokkana líka,“ sagði Páll. Klippa: Sportið í dag: Páll vill að ríkið grípi inn í Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45 Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
KR-ingar komnir með nýjan formann Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested. 3. mars 2020 17:45
Laun Íslandsmeistaranna skerðast um mánaðarmót Formaður knattspyrnudeildar Íslandsmeistara KR segir ekki annað koma til greina en að laun leikmanna félagsins muni skerðast þegar í stað í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu. 29. mars 2020 13:00