Fjöldi rúma á gjörgæslu nú í takti við svartsýnustu spá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 15:34 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikla getu og sveigjanleika í íslensku heilbrigðiskerfi til að bregðast við aðstæðum. Vísir/Vilhelm Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Mesta álag á gjörgæsludeild Landspítalans verður í annarri viku í apríl samkvæmt nýju spálíkani. Þá gætu átján legið inni á gjörgæslu á sama tíma samkvæmt svartsýnustu spá. Forstjóri Landspítalans segir að þegar séu klár átján rúm á gjörgæslu til að mæta mögulegum fjölda. Niðurstöður nýs spálíkans voru birtar á Covid.hi.is í dag. Um er að ræða uppfærða spá miðað við gögn sem lágu fyrir þann 29. mars. Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað minnt á að um spálíkön sé að ræða, sem taka verði með fyrirvara. Almannavarnir miða aðgerðir sínar við svartsýnustu spá hverju sinni. 120-200 innlagnir Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1700 manns á Íslandi vera greind með COVID-19, en talan gæti náð nær 2800 manns miðað við svartsýnni spá. Stóru svörtu punktarnir svara til fjölda uppsafnaðra greindra smita á hverjum degi. Punktarnir falla nokkuð vel að líklegri spá. Svartsýna spá má sjá með brotalínunni fyrir ofan. Grafið með óheftum veldisvexti sýnir afleiðingar hefði ekki verið gripið til neinna aðgerða.Covid.hi.is Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns. Viku seinna gæti fjöldinn náð 1800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns. Frekari hliðrun í aldursdreifingu myndi auka álag Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður samkvæmt spánni fyrir miðjan apríl. Þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega og þurfa innlögn á gjörgæslu. Svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Miðað við líklega spá verða mest tíu virkar gjörgæslulegur á hverjum degi. Þær eru í dag sjö. Þær gætu orðið átján samkvæmt svartsýnustu spá.Covid.hi.is Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl en þá er búist við því að tíu manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið átján manns. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert. Gjörgæsla snýst fyrst og fremst um mannskap Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minni á það sem hann kallaði gríðarlegan sveigjanleika og getu heilbrigðisþjónstunnar til að bregðast hratt við þegar á reyni. „Gjörgæslan í Fossvogi fer í dag upp í átján rúm. Venjulega er gjörgæslan í Fossvogi með sex rúm. Þannig að við erum að þrefalda rúmafjölda þar. Það er til að bregðast við. Við þurfum þau ekki öll núna fyrir Covid-faraldurinn en við erum að búa í haginn þar,“ sagði Páll. Alma Möller landlæknir hefur viðrað áhyggjur sínar af aukinni sölu á áfengi undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm Alma Dagbjört Möller landlæknir ræddi gjörgæslumeðferð á fundinum. Minnti hún á að Covid-19 væri nýr sjúkdómur sem allur heimurinn væri að reyna að fá meiri upplýsingar um. Til dæmis var átta klukkustunda langur alþjóðlegur fjarfundur gjörgæslulækna á laugardaginn þar sem læknar réðu ráðum sínum og skiptust á skoðunum. „Þar kom fram að víðast hvar, eins og hér, er gríðarleg aukin þörf fyrir gjörgæslumeðferð og öll lönd að vinna í því að fjölga gjörgæsluplássum. Fyrst og fremst snýst það um mannskap þótt tæki og birgðir skipti máli líka.“ Líkanið verður stöðugra með tímanum Fram kemur á Covid.hi.is að greiningarvinnan haldi áfram og spálíkanið verði uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Hafa beri í huga að vegna fámennis geti tölurnar um fjölda greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags sem hefur áhrif á niðurstöður spálíkansins. Líkanið verði þó stöðugra eftir því sem á líður. Upptöku frá upplýsingafundinum í dag má sjá að neðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira