Óskar heim með neyðarflugi að kröfu dætra hans Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2020 07:00 Þungt er orðið yfir Torreveja-svæðinu, í Orehuela-hverfinu þar sem Óskar Hrafn hefur dvalið. Sóttin geisar og Óskar orðinn uggandi um sinn hag en hann þjáist af lungnasjúkdómi og segir að ef hann smitast af kórónuveirunni og fái Covid-19 þurfi ekki að spyrja að leikslokum. visir/atli geir/getty Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipsstjóri, hefur verið strandaglópur á Spáni en hann er væntanlegur til lands í kvöld með neyðarflugi Icelandair frá Alicante. Þar er stefnt að því að sópa upp þeim Íslendingum sem einhverra hluta vegna eru ekki enn komnir heim en vilja nú snúa til baka. Þó liggur fyrir að fjöldi Íslendinga mun ætla að dvelja áfram á Spáni enda hafa þeir margir hverjir þar fasta búsetu. Óskar Hrafn hefur verið í sóttkví í Torreveja en afar strangt útivistabann er í gildi á Spáni enda dreifir kórónuveiran sér þar hratt. Lögreglan þar fylgir því fast eftir og mega menn aðeins vera klukkustund úti í senn, þá til að fara í matvöruverslun, og verða að tilkynna um það sérstaklega með þar til gerðu spjaldi. Skilur húsbílinn eftir úti á Spáni Óskar Hrafn greindi frá því í viðtali við Vísi í vikunni að hann sæi sér ekki fært að koma heim vegna þess að hann á ekki í nein hús að venda. Utanríkisráðuneytið vildi ekki útvega honum gistingu meðan hann verður í sóttkví við heimkomuna. Ekki er það svo að utanríkisráðuneytið hafi sett sig í samband við Óskar Hrafn og boðist til að hlaupa undir bagga. „Nei. Vinur minn ætlar að lána mér herbergi meðan ég er í sóttkví. Gott að eiga góða vini. Stelpurnar vildu fá mig heim og þá fer ég bara heim.“ Óskar Hrafn á heimavelli sínum. Í vetur hefur hann spilað golf á Las Ramblas á Spáni en á sumrin spilar hann í Setberginu.visir/jakob Víst er að ýmsir verða því fengir að tekist hafi að höggva á hnútinn en í Golfklúbbi Setbergs hvar Óskar Hrafn er meðlimur hafa komið upp þær hugmyndir að efna til samskots undir kjörorðinu: Óskar heim! En, Óskar Hrafn kemur heim, hann er á leiðinni og fer beint í sóttkví. Hann verður þá í sóttkví alls í rúman mánuð. Óskar Hrafn sem fór á húsbíl sínum til Spánar, hefur að undanförnu dvalið í íbúð sem hann hafði aðgang að, en húsbílinn skilur hann eftir á Spáni. Þrír sem svipað er ástatt um samferða heim „Ég verð að fljúga eftir húsbílnum í vor. Það verður að hafa það. Maður á ekki nema eitt líf,“ segir Óskar. Hann mun koma með tveimur kunningjum sínum til Íslands sem svipað er ástatt um. „Við erum á sama báti. Annar er mikið veikari en ég. En allir í hættu. Þetta er svo mikið fólk hér sem er á þessum aumingjalífeyri fyrir fólk sem er veikt. Reyna að lifa af honum hérna. Svo lenda menn í þessu. Og þora ekki öðru en fara heim. Svo fá aðrir kaup fyrir að vera í sóttkví.“ Flugmiðinn kostar, að sögn Óskar Hrafns, 81.760 krónur. „Þeir eru með þetta í Evrum, nú er þetta farið að rokka upp og niður. Krónan hefur fallið 7 prósent bara á undanförnum mánuði. En ég verð orðinn helvíti góður 12. apríl. Þá losna ég úr sóttkví.“ Sérstakt neyðarflug frá Alicante Flugið sem Óskar Hrafn á miða í er svokallað neyðarflug Icleandair en flogið verður frá Alicante klukkan 18:45. Allar hendur á dekk. Fengist hefur leyfi fyrir sérstöku neyðarflugi frá Alicante. Spánarheimili eru að skipuleggja rútuferðir fyrir þá sem vilja komast heim en ástandið á Spáni er orðið afar erfitt. Þó flugvöllurinn í Alicante sé lokaður er það svo að gefin eru út sérstök leyfi fyrir flugferðum sem flokkast sem neyðarflug. Í tilkynningu frá fyrirtækinu Spánarheimilum, þar sem vakin er athygli á þessu flugi, er greint frá því að unnið sé að því að setja á sérstaka rútuferð. „Neyðarlögin leyfa aðeins að 1 sé í hverri sætaröð í bíl sem þýðir þá aðeins 1 farþegi í leigubíl - 2 i bílaleigubíl en farþegi sitja þá aftur í - 7 eða 9 manna bíll þá leyfilegir 3 farþegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Spánn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipsstjóri, hefur verið strandaglópur á Spáni en hann er væntanlegur til lands í kvöld með neyðarflugi Icelandair frá Alicante. Þar er stefnt að því að sópa upp þeim Íslendingum sem einhverra hluta vegna eru ekki enn komnir heim en vilja nú snúa til baka. Þó liggur fyrir að fjöldi Íslendinga mun ætla að dvelja áfram á Spáni enda hafa þeir margir hverjir þar fasta búsetu. Óskar Hrafn hefur verið í sóttkví í Torreveja en afar strangt útivistabann er í gildi á Spáni enda dreifir kórónuveiran sér þar hratt. Lögreglan þar fylgir því fast eftir og mega menn aðeins vera klukkustund úti í senn, þá til að fara í matvöruverslun, og verða að tilkynna um það sérstaklega með þar til gerðu spjaldi. Skilur húsbílinn eftir úti á Spáni Óskar Hrafn greindi frá því í viðtali við Vísi í vikunni að hann sæi sér ekki fært að koma heim vegna þess að hann á ekki í nein hús að venda. Utanríkisráðuneytið vildi ekki útvega honum gistingu meðan hann verður í sóttkví við heimkomuna. Ekki er það svo að utanríkisráðuneytið hafi sett sig í samband við Óskar Hrafn og boðist til að hlaupa undir bagga. „Nei. Vinur minn ætlar að lána mér herbergi meðan ég er í sóttkví. Gott að eiga góða vini. Stelpurnar vildu fá mig heim og þá fer ég bara heim.“ Óskar Hrafn á heimavelli sínum. Í vetur hefur hann spilað golf á Las Ramblas á Spáni en á sumrin spilar hann í Setberginu.visir/jakob Víst er að ýmsir verða því fengir að tekist hafi að höggva á hnútinn en í Golfklúbbi Setbergs hvar Óskar Hrafn er meðlimur hafa komið upp þær hugmyndir að efna til samskots undir kjörorðinu: Óskar heim! En, Óskar Hrafn kemur heim, hann er á leiðinni og fer beint í sóttkví. Hann verður þá í sóttkví alls í rúman mánuð. Óskar Hrafn sem fór á húsbíl sínum til Spánar, hefur að undanförnu dvalið í íbúð sem hann hafði aðgang að, en húsbílinn skilur hann eftir á Spáni. Þrír sem svipað er ástatt um samferða heim „Ég verð að fljúga eftir húsbílnum í vor. Það verður að hafa það. Maður á ekki nema eitt líf,“ segir Óskar. Hann mun koma með tveimur kunningjum sínum til Íslands sem svipað er ástatt um. „Við erum á sama báti. Annar er mikið veikari en ég. En allir í hættu. Þetta er svo mikið fólk hér sem er á þessum aumingjalífeyri fyrir fólk sem er veikt. Reyna að lifa af honum hérna. Svo lenda menn í þessu. Og þora ekki öðru en fara heim. Svo fá aðrir kaup fyrir að vera í sóttkví.“ Flugmiðinn kostar, að sögn Óskar Hrafns, 81.760 krónur. „Þeir eru með þetta í Evrum, nú er þetta farið að rokka upp og niður. Krónan hefur fallið 7 prósent bara á undanförnum mánuði. En ég verð orðinn helvíti góður 12. apríl. Þá losna ég úr sóttkví.“ Sérstakt neyðarflug frá Alicante Flugið sem Óskar Hrafn á miða í er svokallað neyðarflug Icleandair en flogið verður frá Alicante klukkan 18:45. Allar hendur á dekk. Fengist hefur leyfi fyrir sérstöku neyðarflugi frá Alicante. Spánarheimili eru að skipuleggja rútuferðir fyrir þá sem vilja komast heim en ástandið á Spáni er orðið afar erfitt. Þó flugvöllurinn í Alicante sé lokaður er það svo að gefin eru út sérstök leyfi fyrir flugferðum sem flokkast sem neyðarflug. Í tilkynningu frá fyrirtækinu Spánarheimilum, þar sem vakin er athygli á þessu flugi, er greint frá því að unnið sé að því að setja á sérstaka rútuferð. „Neyðarlögin leyfa aðeins að 1 sé í hverri sætaröð í bíl sem þýðir þá aðeins 1 farþegi í leigubíl - 2 i bílaleigubíl en farþegi sitja þá aftur í - 7 eða 9 manna bíll þá leyfilegir 3 farþegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Spánn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55