Pele segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:00 Pele hefur afhent Cristiano Ronaldo nokkur verðlaun í gegnum tíðina. Getty/ John Gichigi Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni. Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú blandað sér inn í umræðuna hvor sé betri Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi. Pele velur Evrópumanninn frekar en Suður-Ameríkumanninn. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í nokkrum sérflokki í meira en áratug og hafa saman unnið ellefu af síðustu tólf Gullhnöttum sem besti knattspyrnumaður heims. Messi vann Ballon d'Or í sjötta sinn á síðasta ári og bætti þar með met sitt og Cristiano Ronaldo. Allan síðasta áratug hafa menn síðan rökrætt það hvor þeirra sé betri og hvor þeirra sé mögulega besti fótboltamaður allra tíma. Pele hefur sína skoðun eins og flestir áhugamenn um fótbolta og hann tjáði hana í viðtali á YouTube rásinni Pilhado. Cristiano Ronaldo is better than Lionel Messi, says Brazil legend Pele https://t.co/u82oudXT0r— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Pele er á því að Cristiano Ronaldo sé besti fótboltamaður heims og þar með betri leikmaður en Lionel Messi. Ástæðan er að mati Pele að Cristiano Ronaldo sé stöðugri leikmaður. „Í dag er besti leikmaður heims Cristiano Ronaldo. Ég tel að hann sé bestur af því að hann er stöðugri leikmaður. Það má vissulega ekki gleyma [Lionel] Messi auðvitað en hann er ekki framherji,“ sagði Pele við Pilhado. Umræðan fór líka í það að tala um hver sér besti fótboltamaður sögunnar. „Það er spurning sem er erfitt að svara. Við megum ekki gleyma mönnum eins og Zico, Ronaldinho og Ronaldo. Í Evrópu voru það síðan Franz Beckenbauer og Johan Cruyff,“ sagði Pele en hann er enn kokhraustur þótt að hann sé orðinn 79 ára gamall. „Það er ekki við mig að sakast en ég held að Pele hafi verið betri en þeir allir,“ sagði Pele sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Það vekur líka athygli að hann nefnir ekki Diego Maradona á nafn en það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart enda ekki miklir vinir þar á ferðinni.
Ítalski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti