Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 08:51 Chrisse France, forstjóri Preterm, annasömustu heilsugæslustöðvarinnar sem framkvæmir þungunarrof í Ohio. Yfirvöld þar segja að stöðva beri þungunarrof á meðan á faraldrinum stendur þar sem þau telja það ónauðsynlega aðgerð. AP/Tony Dejak Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira