Viðspyrna fyrir Ísland - karamelluflug ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. mars 2020 08:00 Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun