Af hverju Ítalía? Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2020 13:23 Kona með öndunargrímu fyrir vitum sér í Mílanó á Norður-Ítalíu, þar sem faraldur kórónuveiru hefur verið einna skæðastur. Vísir/getty Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“ Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Hár aldur ítölsku þjóðarinnar, samskiptamynstur milli kynslóða og vágesturinn sem kannski fór huldu höfði til að byrja með gætu verið sumar ástæður þess að faraldur kórónuveiru hefur farið einna hörðustum höndum um Ítalíu síðustu vikur. Íslenskur doktor í félagssálfræði sem búsettur hefur verið á Ítalíu í um aldarfjórðung segir Ítalíu hafa verið einstaklega illa í stakk búna til að takast á við faraldurinn. Stjórnvöld um allan heim grípa nú til harðari aðgerða gegn kórónuveirunni, til að mynda á Ítalíu þar sem hátt í átta hundruð manns létu lífið í gær. Heildarfjöldi látinna á Ítalíu er því kominn upp í nær fimm þúsund – og er sá mesti á heimsvísu. En af hverju er ástandið svona slæmt á Ítalíu? Hvað gerir það að verkum að svo margir hafa látist á einmitt þessu svæði? Erlendir fjölmiðlar hafa margir velt þessu upp og freistað þess að varpa ljósi á ástæðurnar sem þar búa að baki. Sjá einnig: Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Þannig fjallaði tímaritið Time ítarlega um hinn skæða faraldur á Ítalíu um miðjan mánuðinn, þegar dauðsföll í landinu voru aðeins 463. Þar eru ástæður að baki ástandinu m.a. raktar til árdaga faraldursins en veiran greindist fyrst í bænum Codogno í Langbarðalandi. Haft er eftir sérfræðingi hjá sóttvarnadeild ítalska heilbrigðisráðuneytisins í frétt Time að talið sé að veiran hafi borist til Ítalíu löngu áður en fyrsta smitið greindist. Það hafi jafnframt gerst á hátindi flensutímabilsins í landinu og að þá hafi óvenju margir greinst með lungnabólgu á sjúkrahúsi í Codogno. Þannig hafi veiran ef til vill dreift sér víða áður en hægt var að bregðast við henni. Blóðugur niðurskurður Agnes Allansdóttir doktor í félagssálfræði hefur verið búsett á Ítalíu í aldarfjórðung. Hún kennir við Háskólann í Sienna og ræddi ástandið í landinu, sem hún kvað þyngra en tárum taki, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún fór ítarlega yfir mögulegar ástæður þess að faraldurinn er svo skæður á Ítalíu og raun ber vitni. „Ítalía er einstaklega illa í stakk búin til að takast á við þetta. Hagkerfið hefur aldrei rétt úr kútnum eftir fjármálakreppuna. Og það hefur verið rosalegur samdráttur sem hefur verið mikið bitbein í stjórnmálum hér og blóðugur niðurskurður í öllu opinbera kerfinu. Það hefur verið mikið rifist um það til að byrja með en nú eru allir komnir í einhvern gír, við erum öll í þessu saman og við bara verðum að komast í gegnum þetta,“ sagði Agnes. Gömul þjóð og náin samskipti milli kynslóða Þá kvað hún nokkrar tilgátur, sem sérfræðingar hafa einmitt margir nefnt í erlendum fjölmiðlum, geta varpað ljósi á ástandið. „Það er kannski rétt að minna á það að Ítalía er óskaplega gamalt land. Þjóðin er svo gömul. Það eru bara Japanir sem eru eldri en við. Það hefur orðið mikill fólksflótti úr landinu, […] yngra og menntað fólk er bara farið, það léttir ekki á,“ sagði Agnes. „Svo er ein tilgáta sem er merkileg [og hún] er sú að samskiptamynstur kynslóða á Ítalíu er kannski öðruvísi heldur en til dæmis í Norður-Evrópu. Það er miklu meiri samgangur, ekki bara afi og amma að passa og þetta venjulega, og kannski eldra fólk sem býr heima hjá börnunum sínum, eða þá öfugt því það er mikið atvinnuleysi og erfiðleikar í efnahagslífinu, þá búa Ítalir almennt miklu lengur heima og þar með eru foreldrarnir almennt miklu eldri. Þetta þykir mörgum dálítið líkleg skýring.“ Pólitísk spenna Þá benti Agnes á að þar sem ástandið væri verst á Norður-Ítalíu væri vissulega merk framþróun að eiga sér stað en þar væri einnig mestur iðnaður – og þar af leiðandi mest mengun. Borgir eins og Mílanó og Tórínó, sem farið hafa mjög illa út úr faraldrinum, hafi þannig lengi verið að berjast við svifryk. „Þannig að ein tilgátan er sú að fólk sem býr á þessum svæðum, að lungun eru kannski veikari fyrir af alls konar ástæðum og þess vegna leggst þetta svona þungt á fólk þar. En það verður bara að koma í ljós.“ Þá benti hún á að mikið ósamræmi væri í talningu á smitum og dauðsföllum á Ítalíu, bæði innanlands og miðað við önnur lönd. Þá mætti einnig nefna pólitíska spennu á milli Norður- og Suður-Ítalíu. Fyrir um tuttugu árum hafi héruðunum verið veitt töluvert meira sjálfstæði frá ríkinu en þau höfðu áður. „Þar á meðal er heilsugæslan. Þannig að þegar þetta kemur upp eru ekki sérfræðingar smitsjúkdóma sem taka málin í sínar hendur heldur kannski bara bæjarstjórar og borgarstjórar minni borga, sem kannski höfðu ekki aðgang að þeirri sérfræðiþekkingu sem í raun og veru þarf,“ sagði Agnes. „Þannig að það tók dálítinn tíma fyrir ítalska ríkið að ná yfirráðum á stöðunni, að taka fram fyrir hendurnar á héraðsstjórnendum.“
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58 793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Rússneski herinn aðstoðar Ítali í baráttunni við veiruna Stjórnvöld á Ítalíu hafa fyrirskipað lokun allra ónauðsynlegra verksmiðja og fyrirtækja í landinu vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:58
793 látnir af völdum veirunnar á Ítalíu síðasta sólarhringinn Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum á Ítalíu tengdum kórónuveirunni. 21. mars 2020 18:27
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15