Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. mars 2020 12:25 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45