Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 23:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48