Létu veiruna ekki stöðva drauminn um veitingastað Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2020 15:36 Arndís og Helgi létu draum sinn verða að veruleika. vísir/vilhelm „Við tökum svolítið einn dag í einu og deilum auðvitað áhyggjum allra af því ástandi sem nú ríkir. Um leið reynum við að halda í gleðina og vera bjartsýn – vitandi að þessu ástandi mun linna. Við erum bara rétt að byrja og ætlum okkur að gera marga góða hluti hér,“ segir Arndís Þorgeirsdóttir sem stofnaði veitingastaðinn 20&SJÖ mathús & bar, við Víkurhvarf 1 í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Helga Sverrissyni og það fyrir viku í miðjum kórónufaraldri. Um er að ræða veitingahús þar sem kjöt er reykt og eldað í Tennesee-ofni til að ná fram góðu reykbragði og er notað íslenskt birki til þess, en kjötið er eldað við lágan hita í langan tíma. Á staðnum er einnig sérstakur vegan-matseðill og geta Kópavogsbúar notið þess að fara fínt út að borða í hverfinu. Arndís starfar sem útgáfustjóri Kennarasambandsins á daginn og hefur hún gert það í okkur ár síðan hún var fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við erum ánægð með útkomuna hér eftir margra mánaða vinnu og mikið puð á köflum. Fjölskylda og vinir hjálpuðu okkur mikið sem skipti miklu máli auðvitað. Húsnæðið var alveg hrátt þegar við byrjuðum og hér höfum við verið síðustu mánuði ásamt her iðnaðarmanna.“ Fjölskyldan stendur saman vaktina. vísir/vilhelm Það eru líklega ekki kjöraðstæður að opna veitingastað í miðjum kórónafaraldri en þau hjónin njóta góðs af því að staðurinn er stór og hægt er að hafa langt á milli borða. Einnig hafa þau ákveðið að bjóða viðskiptavinum að sækja matinn. „Við erum svo heppin að staðurinn er stór og við getum haft langt á milli borða þessar vikurnar. Við erum að gera okkur klár í að afgreiða „taka away“ mat enda var það planið. Reiknum með að byrja með það um helgina. Það er samt gaman að segja frá því að það hefur verið fínt að gera þessu fyrstu daga og gaman að sjá hvað fólkið hér í hverfinu tekur okkur vel.“ Arndís segir að þau hjónin hafi talað um að opna veitingastað í mörg ár. „Helgi er kokkurinn og hefur hann verið að elda mjög mikið síðustu ár, þar á meðal á hótelum á Suðurlandi og víða. Matseldin er hans ástríða.“ Amerískur reykofn og Miðjarðhafsmatur Eins og áður segir er Helgi Sverrisson kokkurinn á staðnum og er matseðillinn hans sköpun. „Þetta er það sem við köllum svona kasjúal úthverfafjölskyldustaður sem er svona í fínni kantinum. Fólk getur farið fínt út að borða í sínu hverfi í stað þess að eyða sjö þúsund krónum í leigubíl. Stefnan okkar er að vera svolítið stefnulaus varðandi matarþemu svo að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Helgi. Það tók marga mánuði að breyta fokheldu húsnæði í þennan glæsilega veitingarstað. vísir/vilhelm „Við fluttum inn sérstakan ofn frá Tennesee í Bandaríkjunum sem reykir og hægeldar kjöt sem kemur einstaklega vel út þegar kemur að rifjum og öðru slíku. Svo erum við einnig mjög skotin í Miðjarðarhafsmat eins og frá Líbanon og Ísrael. Þá leggjum við áherslu á vegan-mat og bjóðum upp á sérmatseðil með slíkum mat. Við bjóðum til dæmis upp á vegan-lasagna sem við reykjum í ofninum og það fær viðarkeim sem kemur vel út. Við leggjum líka áherslu á að vera með góð vín og erum með stóran vínseðil.“ Helgi segist vona að sem fæstir fari illa út úr veirunni og því ástandi sem í samfélaginu í dag. „Þetta kemur illa við alla. Við erum kannski óheppin að vera opna á þessum tíma en við erum samt í stóru hverfi þar sem fólk hefur ekki getað farið svona fínt út á borða í hverfinu sjálfu. Fólk er búið að bíða eftir þessu og það sem af er hefur okkur verið vel tekið. Við vonum að það haldi áfram.“ Matur Veitingastaðir Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
„Við tökum svolítið einn dag í einu og deilum auðvitað áhyggjum allra af því ástandi sem nú ríkir. Um leið reynum við að halda í gleðina og vera bjartsýn – vitandi að þessu ástandi mun linna. Við erum bara rétt að byrja og ætlum okkur að gera marga góða hluti hér,“ segir Arndís Þorgeirsdóttir sem stofnaði veitingastaðinn 20&SJÖ mathús & bar, við Víkurhvarf 1 í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Helga Sverrissyni og það fyrir viku í miðjum kórónufaraldri. Um er að ræða veitingahús þar sem kjöt er reykt og eldað í Tennesee-ofni til að ná fram góðu reykbragði og er notað íslenskt birki til þess, en kjötið er eldað við lágan hita í langan tíma. Á staðnum er einnig sérstakur vegan-matseðill og geta Kópavogsbúar notið þess að fara fínt út að borða í hverfinu. Arndís starfar sem útgáfustjóri Kennarasambandsins á daginn og hefur hún gert það í okkur ár síðan hún var fréttastjóri á Fréttablaðinu. „Við erum ánægð með útkomuna hér eftir margra mánaða vinnu og mikið puð á köflum. Fjölskylda og vinir hjálpuðu okkur mikið sem skipti miklu máli auðvitað. Húsnæðið var alveg hrátt þegar við byrjuðum og hér höfum við verið síðustu mánuði ásamt her iðnaðarmanna.“ Fjölskyldan stendur saman vaktina. vísir/vilhelm Það eru líklega ekki kjöraðstæður að opna veitingastað í miðjum kórónafaraldri en þau hjónin njóta góðs af því að staðurinn er stór og hægt er að hafa langt á milli borða. Einnig hafa þau ákveðið að bjóða viðskiptavinum að sækja matinn. „Við erum svo heppin að staðurinn er stór og við getum haft langt á milli borða þessar vikurnar. Við erum að gera okkur klár í að afgreiða „taka away“ mat enda var það planið. Reiknum með að byrja með það um helgina. Það er samt gaman að segja frá því að það hefur verið fínt að gera þessu fyrstu daga og gaman að sjá hvað fólkið hér í hverfinu tekur okkur vel.“ Arndís segir að þau hjónin hafi talað um að opna veitingastað í mörg ár. „Helgi er kokkurinn og hefur hann verið að elda mjög mikið síðustu ár, þar á meðal á hótelum á Suðurlandi og víða. Matseldin er hans ástríða.“ Amerískur reykofn og Miðjarðhafsmatur Eins og áður segir er Helgi Sverrisson kokkurinn á staðnum og er matseðillinn hans sköpun. „Þetta er það sem við köllum svona kasjúal úthverfafjölskyldustaður sem er svona í fínni kantinum. Fólk getur farið fínt út að borða í sínu hverfi í stað þess að eyða sjö þúsund krónum í leigubíl. Stefnan okkar er að vera svolítið stefnulaus varðandi matarþemu svo að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Helgi. Það tók marga mánuði að breyta fokheldu húsnæði í þennan glæsilega veitingarstað. vísir/vilhelm „Við fluttum inn sérstakan ofn frá Tennesee í Bandaríkjunum sem reykir og hægeldar kjöt sem kemur einstaklega vel út þegar kemur að rifjum og öðru slíku. Svo erum við einnig mjög skotin í Miðjarðarhafsmat eins og frá Líbanon og Ísrael. Þá leggjum við áherslu á vegan-mat og bjóðum upp á sérmatseðil með slíkum mat. Við bjóðum til dæmis upp á vegan-lasagna sem við reykjum í ofninum og það fær viðarkeim sem kemur vel út. Við leggjum líka áherslu á að vera með góð vín og erum með stóran vínseðil.“ Helgi segist vona að sem fæstir fari illa út úr veirunni og því ástandi sem í samfélaginu í dag. „Þetta kemur illa við alla. Við erum kannski óheppin að vera opna á þessum tíma en við erum samt í stóru hverfi þar sem fólk hefur ekki getað farið svona fínt út á borða í hverfinu sjálfu. Fólk er búið að bíða eftir þessu og það sem af er hefur okkur verið vel tekið. Við vonum að það haldi áfram.“
Matur Veitingastaðir Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira