„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 09:30 Kevin Durant hefur ekkert getað spilað með Brooklyn Nets á tímabilinu þar sem hann er enn að jafna sig eftir að hafa slitið hásin í lok síðasta tímabils. Getty/Mike Lawrie Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Hún var sérstök forsíðan á New York Post í morgun en þar var hreinlega biðlað til einnar af stærstu körfuboltastjörnum heimsins til að hjálpa til við að fá unga fólkið í Bandaríkjunum til að hlusta í baráttunni við kórónuveiruna. Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni og lét sjálfur vita af því strax en það eru margir sem vilja nú sjá hann hjálpa til að sannfæra yngra fólkið til að virða samkomubann og stuðla með því að hægja á hraðri útbreiðslu veirunnar. Yfirskurðlæknirinn Dr. Jerome Adams er einn af þeim og New York Post slær upp viðtali við hann á forsíðu sinni í dag. The back page: HELP US, KD! https://t.co/t5DwOaxT8R pic.twitter.com/FJh8LWlWch— New York Post Sports (@nypostsports) March 20, 2020 Kevin Durant er frábær leikmaður en hefur ekki spilað eina mínútu á núverandi tímabili eða fyrir sitt nýja félag Brooklyn Nets af því að hann sleit hásin í úrslitakeppninni í fyrra. Læknirinn Jerome Adams vill að áhrifavaldar eins og Kevin Durant, Kylie Jenner og Donovan Mitchell bjóði sig fram til að sannfæra unga fólkið um að það verði að gera sitt í baráttunni við útbreiðsluna. „Ég á einn fimmtán ára og eina fjórtán ára og eftir því sem ég segi þeim oftar að gera ekki eitthvað því meira vilja þau gera það,“ sagði Dr. Jerome Adams í sjónvarpsviðtali í þættinum „Good Morning America“ sem New York Post slær svo upp. „Ég held að það sem við verðum að gera, og ég hef talað um þetta áður, er að biðla til áhrifavalda eins og Kevin Durant og Donovan Mitchell. Við verðum líka að fá Kylie Jenner og áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum til að láta alla vita af því að þetta er mjög alvarlegt. Þetta verður ekki alvarlegra. Fólk er að deyja,“ sagði Dr. Jerome Adams. Surgeon General Dr. Jerome Adams on millennials and the coronavirus: We need to get our social media influencers out there and helping folks understand that look this is serious. https://t.co/M1e2wFmU6F pic.twitter.com/FNjZB12mKK— Good Morning America (@GMA) March 19, 2020 Sjö NBA leikmenn hafa greinst með kórónuveiruna en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var sá fyrsti en fljótlega fékk liðsfélagi hans Donovan Mitchell þær fréttir að hann væri líka með veiruna. Kevin Durant var einn af fjórum leikmönnum Brooklyn Nets sem greindust og er stærsta nafnið af þeim sem hafa sýkst. Durant er með 11,8 milljónir fylgjenda á Instagram og Dr. Adams er að grátbiðja hann um að hjálpa til. Tölurnar frá Ítalíu sýna hvað geti gerst ef gripið er of seint inn í mikla útbreiðslu. „Við erum líka að sjá nýjar tölur frá Ítalíu sem benda til þess að unga fólkið sé líka í meiri hættu en við héldum áður. Hugsið um ömmu ykkar. Hugsið um afa ykkar. Hugsið um það að þið eruð að dreifa sjúkdómi sem gæti verið sá sem drepur þau,“ sagði mjög áhyggjufullur Dr. Jerome Adams.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Durant með kórónuveiruna Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic. 17. mars 2020 22:22
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins