Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 12:30 Veigar Páll í leik Stjörnunnar og Inter á San Siro sumarið 2014. vísir/getty Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira