Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 20:16 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ræddi við fréttamenn eftir að fjarfundi leiðtoga aðildarríkjanna lauk síðdegis. Vísir/EPA Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í dag. Ferðabannið nær til 26 ríkja Evrópusambandsins auk þess sem búist er við að það gildi fyrir Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. Aðeins fólk með sem hefur búið til lengri tíma innan Evrópusambandsins, fólk sem á nána ættingja þar, opinberir erindrekar, heilbrigðisstarfsmenn og fólk sem sinnir vöruflutningum er undanskilið banninu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Búist er við því að Evrópusambandsríki sem taka ekki þátt í Schengen-samstarfinu framfylgi banninu sömuleiðis, fyrir utan Írland. Bretlandi verður boðið að taka þátt. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það í höndum hvers og eins ríkis að framfylgja banninu á landamærum þeirra. „Óvinurinn er veiran og nú þurfum við að gera það ítrasta til þess að verja fólkið okkar og hagkerfi. Við erum tilbúin að gera allt sem þörf krefur. Við hikum ekki við að grípa til frekari aðgerða eftir því sem ástandið þróast,“ sagði hún á fréttamannafundi nú í kvöld. Aðgerðin er sögð tilraun sambandsins til þess að samræma aðgerðir í Evrópu gegn kórónuveirufaraldrinum eftir að fjöldi ríkja ákvað einhliða að loka landamærum sínum undanfarna, þar á meðal Danmörk og Noregur. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu að enn hafi ekkert komið til íslenskra yfirvalda frá Evrópusambandinu um málið. Enn er því óljóst hvernig ferðabannið mun hafa áhrif á Ísland og önnur Schengen-ríki. Þá sagði Guðlaugur að ekki sé víst að línurnar skýrist í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá fréttamannafund von der Leyen þar sem hún tilkynnti um ferðabannið. Árétting: Breska ríkisútvarpið BBC segir að „búist sé við því“ að ferðabannið nái til Íslands. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að bannið næði til Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent