TikTok faldi myndbönd frá notendum sem voru taldir ljótir, fátækir eða fatlaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 19:35 Gögn frá TikTok sýna fram á að stjórnendur forritsins hafi bælt niður myndbönd einstaklinga sem taldir voru ljótir, fátækir eða fatlaðir. getty/Rafael Henrique Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum. Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Stjórnendum forritsins TikTok var skipað að fela myndbönd sem birt voru á forritinu af notendum sem voru of ljótir, virtust fátækir eða fatlaðir. Þetta á fyrirtækið að hafa viljað til að myndböndin á forritinu væru hvetjandi fyrir notendur þess, samkvæmt trúnaðargögnum sem birt voru af fréttastofunni Intercept. TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horf á myndbönd annarra notenda. Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. Í gögnunum sem birt voru af Intercept er það útlistað ítarlega hvernig stjórnendum forritsins var fyrirskipað að velja myndbönd fyrir streymið „For you“ eða „fyrir þig,“ á íslensku. Þessi „fyrir þig“ dálkur er sá dálkur sem flestir notendur skruna í gegn um þegar þeir opna forritið. Því getur það skipt sköpum fyrir notendur ef myndbönd þeirra eru valin til að vera sýnd í „fyrir þig“ dálkinum en hingað til hefur það ekki verið þekkt hvað þurfi til þess að myndbönd séu valin til að vera sýnd í þessum dálki. Stjórnendum TikTok var skipað að setja myndbönd ekki í Fyrir þig dálkinn ef þau uppfylltu ekki viss skilyrði. Þar á meðal máttu einstaklingar í myndböndum ekki vera með „óeðlilegt vaxtarlag“ (t.a.m. dvergvaxnir eða með ofvöxt), vera bústnir, í ofþyngd eða of grannir, vera ljótir í framan eða vera með ljót andlitslýti. Einstaklinga með þessa „útlitsgalla“ var æskilegt að fjarlægja af forritinu, segir í gögnunum, þar sem að „ef einstaklingurinn er ekki fallegur verður myndbandið ekki jafn aðlaðandi og þess vegna ekki þess virði að mæla með því við notendur.“ Þá kemur einnig fram að fjarlægja átti myndbönd ef fátækleg heimili sæjust í bakgrunni þar sem „þess konar umhverfi væri ekki jafn fínt og aðlaðandi.“ Talsmaður TikTok sagði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir einelti á miðlinum. TikTok var gagnrýnt í desember vegna misheppnaðra tilrauna til að koma í veg fyrir einelti en það hafði verið gert á sama hátt: með því að fela myndbönd einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Ástæðurnar sem eru útlistaðar í nýjustu gögnunum eru mun fjölbreyttari og er hvergi minnst á einelti í þeim gögnum.
Tækni Kína Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira