Gleymdu að setja upp grímurnar þegar þeir plönuðu innbrotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2020 15:02 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, hefur áður þurft að sópa upp glerbrot eftir innbrot í Melabúðina. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira