Þjálfarinn kallaði hann röngu nafni í sex vikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 22:00 Geof Kotila mundi ekkert hvað Justin hét fyrstu vikurnar á Stykkishólmi. Stöð 2 Sport Á dögunum sýndi Stöð 2 Sport mynd um feril körfuboltamannsins Justin Shouse hér á landi. Hann kom frá Bandaríkjunum og spilaði með Drangi á Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells í Stykkishólmi þar sem þjálfarinn virtist ekki muna hvað hann hét fyrstu vikurnar. Geof Kotila fékk Shouse til Snæfells. Þeir eru af svipuðum slóðum í Bandaríkjunum en Shouse komst fljótt að því að Kotila var ekki sá best með nöfn. Helsti munurinn var þó ef til vill gæða munurinn á liðunum. „Ég fór úr því að vera með 37 stig í leik hjá Drangi í að spila með mönnum sem hafa spilað með landsliðinu og þurftu að fá boltann reglulega í hverjum leik. Hlynur Bærings, Magni Hafsteinsson og Nonni Mæju. Það tók mig smá tíma að vera sá sem þurfti að skora öll stigin yfir í að vera leikmaður sem gefur boltann fyrst og fremst eins og ég var í mennta- og háskóla,“ segir Shouse. „Ég átti nokkuð erfitt uppdráttar fyrstu vikurnar en ég myndi segja að það hafi verið af því að Geof Kotila kallaði mig Jason fyrstu sex vikurnar mínar hjá Snæfelli,“ sagði Justin og hló. „Hann var samt alltaf að rugla nöfnum. Við vorum að fara yfir lið Skallagríms til dæmis og hann segir við Magna „þú dekkar þennan Darnell Flick“ þegar hann var að tala um Darrel Flake.“ „Ég var smá stressaður af því ef þú ert ekki stöðugur í þessari deild og ert þessi topp Kani sem þú átt að vera þá er þér sparkað út frekar fljótt,“ sagði Shouse einnig. Klippu um fyrstu kynni Shouse af Stykkishólmi má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þjálfarinn kallaði hann ítrekað röngu nafni Körfubolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lék með rúmlega fertugri löggu og fótboltamanni á sínu fyrsta tímabili á Íslandi Fyrsta tímabilið sitt á Íslandi lék Justin Shouse með Drangi í Vík í Mýrdal. Byrjunarlið Drangs var nokkuð athyglisvert eins og hann sagði frá í heimildarmyndinni Justin Shouse: Kjúklingur og körfubolti sem var sýnd á Stöð 2 Sport. 30. desember 2020 13:02 Justin Shouse skrifaði skáldsögu um Ísland þrettán ára gamall og hún rættist Heimildaþáttur um hinn magnaða Justin Shouse verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræðir við þennan frábæra leikmann og mikla karakter. Þar kemur ýmislegt í ljós. 28. desember 2020 14:01 Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. 28. desember 2020 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Geof Kotila fékk Shouse til Snæfells. Þeir eru af svipuðum slóðum í Bandaríkjunum en Shouse komst fljótt að því að Kotila var ekki sá best með nöfn. Helsti munurinn var þó ef til vill gæða munurinn á liðunum. „Ég fór úr því að vera með 37 stig í leik hjá Drangi í að spila með mönnum sem hafa spilað með landsliðinu og þurftu að fá boltann reglulega í hverjum leik. Hlynur Bærings, Magni Hafsteinsson og Nonni Mæju. Það tók mig smá tíma að vera sá sem þurfti að skora öll stigin yfir í að vera leikmaður sem gefur boltann fyrst og fremst eins og ég var í mennta- og háskóla,“ segir Shouse. „Ég átti nokkuð erfitt uppdráttar fyrstu vikurnar en ég myndi segja að það hafi verið af því að Geof Kotila kallaði mig Jason fyrstu sex vikurnar mínar hjá Snæfelli,“ sagði Justin og hló. „Hann var samt alltaf að rugla nöfnum. Við vorum að fara yfir lið Skallagríms til dæmis og hann segir við Magna „þú dekkar þennan Darnell Flick“ þegar hann var að tala um Darrel Flake.“ „Ég var smá stressaður af því ef þú ert ekki stöðugur í þessari deild og ert þessi topp Kani sem þú átt að vera þá er þér sparkað út frekar fljótt,“ sagði Shouse einnig. Klippu um fyrstu kynni Shouse af Stykkishólmi má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þjálfarinn kallaði hann ítrekað röngu nafni
Körfubolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lék með rúmlega fertugri löggu og fótboltamanni á sínu fyrsta tímabili á Íslandi Fyrsta tímabilið sitt á Íslandi lék Justin Shouse með Drangi í Vík í Mýrdal. Byrjunarlið Drangs var nokkuð athyglisvert eins og hann sagði frá í heimildarmyndinni Justin Shouse: Kjúklingur og körfubolti sem var sýnd á Stöð 2 Sport. 30. desember 2020 13:02 Justin Shouse skrifaði skáldsögu um Ísland þrettán ára gamall og hún rættist Heimildaþáttur um hinn magnaða Justin Shouse verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræðir við þennan frábæra leikmann og mikla karakter. Þar kemur ýmislegt í ljós. 28. desember 2020 14:01 Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. 28. desember 2020 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Lék með rúmlega fertugri löggu og fótboltamanni á sínu fyrsta tímabili á Íslandi Fyrsta tímabilið sitt á Íslandi lék Justin Shouse með Drangi í Vík í Mýrdal. Byrjunarlið Drangs var nokkuð athyglisvert eins og hann sagði frá í heimildarmyndinni Justin Shouse: Kjúklingur og körfubolti sem var sýnd á Stöð 2 Sport. 30. desember 2020 13:02
Justin Shouse skrifaði skáldsögu um Ísland þrettán ára gamall og hún rættist Heimildaþáttur um hinn magnaða Justin Shouse verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson ræðir við þennan frábæra leikmann og mikla karakter. Þar kemur ýmislegt í ljós. 28. desember 2020 14:01
Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. 28. desember 2020 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins