Ótrúlegur leikur Nets og Hawks, afmælisbarnið LeBron fór mikinn og Miami lagði Milwaukee Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 10:00 LeBron James fagnaði 36 ára afmælinu með stæl. Ronald Cortes/Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets unnu ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik. LeBron James er hvergi nærri hættur þrátt fyrir að vera á 18. árinu sínu í deildinni og Miami Heat lagði Milwaukee Bucks. Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers Körfubolti NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Fyrsta tap Atlanta kom gegn Durant og Kyrie Það var ekki mikið um vörn er Brooklyn Nets og Atlanta Hawks mættust. Leikurinn endaði 145-141 Nets í vil. Skipti þar sköpum að Nets unnu síðasta fjórðung leiksins með sex stiga mun og þar með leikinn með fjögurra stiga mun. Var þetta fyrsta tap Atlanta á leiktíðinni en þeir hafa sem stendur unnið þrjá leiki og tapað einum á meðan Nets hafa unnið þrjá og tapað tveimur. Kevin Durant spilaði alls 35 mínútur í liði Nets og var stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Kyrie Irving kom þar á eftir með 25 stig og Joe Harris gerði 23. Kevin Durant scored a team-high 33 points on Wednesday, his 300th game with 30+ points. Durant is the 14th NBA player to score 30 or more points in at least 300 games. Michael Jordan (562), Wilt Chamberlain (515), and LeBron James (466) have the most. @EliasSports pic.twitter.com/j1cTjgzrfo— NBA History (@NBAHistory) December 31, 2020 Hjá Atlanta áttu Trae Young og John Collins magnaða leiki sóknarlega en Young skoraði 30 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Collins skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 22 stig og Cam Reddish með 20. Afmælisbarnið allt í öllu hjá meisturunum Los Angeles Lakers mættu San Antonio Spurs á útivelli og unnu góðan 14 stiga sigur, 121-107. Meistararnir hafa þar með unnið þrjá leiki og tapað tveimur á meðan Spurs hafa unnið tvo og tapað tveimur. Það virðist ekkert ætla að stöðva LeBron James í leit hans að enn einum meistaratitlinum. James er á sínu átjánda ári í deildinni, var að enda við að lenda meistaratitli eftir eitt undarlegasta tímabil í manna minnum og var að hefja nýtt tímabil eftir stysta „sumarfrí“ í sögu deildarinnar. James var einnig að fagna 36 ára afmæli sínu og gerði það með stæl. Hann var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Þar á eftir kom Dannis Schröder með 21 stig og að sjálfsögðu Anthony Davis með 20 stig. Wesley Matthews kom þar á eftir með átján stig. @KingJames' 26 PTS, 5 REB, 8 AST help the @Lakers top SAS on his 36th Birthday! #KiaTipOff20 #NBABDAY pic.twitter.com/ieCofaCLVj— NBA (@NBA) December 31, 2020 Heat hitnuðu undir lokin | Þrenna Giannis dugði ekki Miami Heat vann góðan ellefu stiga sigur á Milwaukee Bucks, 119-108. Leikurinn var í járnum og Bucks yfir fyrir síðasta fjórðung leiksins. Þar fór allt ofan í hjá Heat sem skoraði 31 stig gegn aðeins 17 hjá Bucks og unnu leikinn því á endanum sannfærandi. Það sem meira er að þá gerðu Heat þetta allt án Jimmy Butler. Tyler Herro og Bam Adebayo fóru fyrir Heat í kvöld. Herro gerði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Bam Adebayo gerði 22 stig og gaf tíu stoðsendingar en Goran Dragić var hins vegar stigahæstur með 26 stig. Hjá Bucks var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 26 stig ásamt því að taka þrettán fráköst og gefa tíu stoðsendingar. Það dugði ekki til að þessu sinni. Bam Adebayo's (@Bam1of1) near triple-double leads the @MiamiHEAT comeback win! #KiaTipOff2022 PTS | 8 REB | 10 AST pic.twitter.com/xlxwpQL9oI— NBA (@NBA) December 31, 2020 Í öðrum leikjum þá skoraði LaMelo Ball 22 stig í óvæntum sigri Hornets á Mavericks. Jaylen Brown átti STÓRLEIK er hann skoraði 42 stig í sigri Boston á Memphis. Brown hefur aldrei skorað fleiri stig í einum og sama leiknum. Los Angeles Clippers unnu svo sannfærandi sigur á Portland Trail Blazers. Jaylen Brown career-high @FCHWPO goes off for 42 PTS, 7 3PM in just 3 quarters as the @celtics win at home! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/frCkhfcPPo— NBA (@NBA) December 31, 2020 Önnur úrslit Boston Celtics 126 – 107 Memphis Grizzlies Dallas Mavericks 99 – 118 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 128 – 105 Portland Trail Blazers
Körfubolti NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins