Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2020 18:31 Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira