Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:14 Stólum frá Knattspyrnufélaginu Val hefur verið stillt upp í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut, sem er einn af bólusetningarstöðunum sjö á morgun. Vísir/Egill Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Tólf þúsund skammtar af bóluefni Pfizer komu til landsins í dag, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að fyrsti maðurinn greindist með veiruna hér á landi. Bóluefnið sem kom í dag nægir til að bólusetja alla íbúa öldrunarheimila auk framlínustarfsfólks í heilbrigðisstörfum. Blöndun hefst snemma í fyrramálið Nú síðdegis bárust svo fréttir af því að samningur Íslands um kaup á 80 þúsund skömmtun til viðbótar frá Pfizer verði undirritaður á morgun. Fyrri samningur Íslands við Pfizer kveður á um 170 þúsund skammta. Með þessu hefur Íslands tryggt sér skammta sem duga fyrir 125 þúsund manns. Hafist verður handa við að blanda bóluefnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins snemma í fyrramálið. Bóluefninu verður svo dreift á hjúkrunarheimilin en búist er við því að 1.600 skjólstæðingar verði bólusettir næstu tvo daga. Þá verða um 770 starfsmenn og sjúklingar Landspítalans bólusettir á morgun og hinn. Fjórir heilbrigðisstarfsmenn fyrstir Fyrstu skammtar af bóluefninu verða gefnir klukkan níu í fyrramálið í húsakynnum landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að Katrínartúni 2. Þar verða fjórir heilbrigðisstarfsmenn, allir úr forgangshópi 1 samkvæmt reglugerð, bólusettir. Ekki hefur komið fram hverjir fjórmenningarnir eru. Sýnt verður beint frá bólusetningunni, meðal annars hér á Vísi, en fyrirkomulagið verður með sama hætti og á upplýsingafundum; í gegnum Teams og streymi, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. Þá mun Landspítali hefja bólusetningar starfsfólks í matsal Skaftahlíðar 24 klukkan tíu. Síðar um daginn verður bólusett á Landakoti og Vífilsstöðum. Þorleifur ríður á vaðið Að lokinni bólusetningu klukkan níu mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefja bólusetningu á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Þar verða tuttugu heimilismenn bólusettir en sá fyrsti sem fær sprautu verður Þorleifur Hauksson, 63 ára vistmaður. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að bólusetningin leggist vel í hann og að hann væri ekkert stressaður. Þá verður upplýsingafundur almannavarna klukkan ellefu. Þar fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir yfir stöðu faraldursins hér á landi. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun einni ræða fyrirkomulag bólusetninga á fundinum. Fylgst verður náið með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37 Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16 Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. 28. desember 2020 17:37
Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 17:16
Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. 28. desember 2020 14:49