Clippers spillti hringakvöldi meistara Lakers og Durant leit vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 08:01 Paul George leit rosalega vel út í sigri Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en þetta var þriðji þrjátíu stiga leikur hans í röð á móti Lakers. AP/Marcio Jose Sanchez NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri. Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins