Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 16:46 Alexei Navalní birti í dag myndband þar sem hann ræðir við mann sem tilheyrir teymi útsendara FSB sem sagðir eru hafa reynt að eitra fyrir honum. AP/Pavel Golovkin Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26