Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2020 16:41 Þórólfur Guðason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. Í yfirliti um stöðu samninga Íslands um bóluefni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag, og sjá má hér að neðan, kemur fram að fyrir liggi samningar við framleiðendurna Pfizer og AstraZeneca; Ísland fái bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns og fyrir 115 þúsund manns frá AstraZeneca. Um bóluefni AstraZeneca segir að ekki liggi fyrir hvenær Evrópska lyfjastofnunin (EMA) muni gefa út álit um efnið. Þá sé komutími óviss en væntanlega verði byrjað að afhenda efnið á fyrsta ársfjórðungi. Stefnt er á að undirrita samning við Moderna 31. desember og afstaða EMA muni liggja fyrir ekki síðar en 12. janúar. Áætlað sé að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi en magn til afhendingar óvíst. Heilbrigðisráðherra sagði í byrjun mánaðar að það yrðu líklega skammtar fyrir 40 þúsund manns. Svartsýnni en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var heldur svartsýnni á stöðu bólusetningar á upplýsingafundi almannavarna í dag en sóttvarnayfirvöld hafa verið síðustu vikur. Talsvert færri skammtar frá Pfizer koma til landsins en áætlað var og þá kvaðst Þórólfur ekki búast við öðrum bóluefnum fyrr en um mitt næsta ár. Gott hjarðónæmi næðist ekki fyrr en seint á næsta ári. „Varðandi önnur bóluefni er óljóst hvenær á árinu 2021 afhending getur hafist en samkvæmt áætlunum sem nú eru uppi býst ég ekki við að það geti orðið fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2021 og sennilega ekki fyrr en á seinni hluta ársins,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Ekki útilokað að AstraZeneca komi á fyrsta ársfjórðungi Inntur eftir því hvort málflutningur hans passi við það sem ráðuneytið gaf út á vef sínum í dag um framboð á öðrum bóluefnum segir Þórólfur svo vera. „Já, algjörlega. Það sem ég sagði í dag var það að leyfi hjá AstraZeneca kæmi sennilega ekki fyrr en í janúar. Síðan myndi úthlutun hefjast og þeir hafa gefið það út sjálfir hverjar þeirra megináherslur verða, hvaða staða þeir muni dreifa til, og við vitum ekki núna hvað við komum til með að fá bóluefnið fljótt frá þeim,“ segir Þórólfur. „Mér finnst ekki útilokað að við fáum einhverja skammta frá þeim [AstraZeneca] á fyrsta ársfjórðungi, það er bara mjög líklegt og ég vonast svo sannarlega til þess. En flestar þjóðir telja að þær verði ekki búnar að bólusetja og fá allt bóluefni sem þær þurfa fyrr en á seinni hluta ársins 2021.“ En ef við fáum bóluefni frá til dæmis AstraZeneca á fyrsta ársfjórðungi, gætum við ekki byrjað að nota það? Og af hverju fáum við þá hjarðónæmi svona seint? „Til þess að ná hjarðónæmi þurfum við að bólusetja sextíu prósent af þjóðinni. Það eru 250-60 þúsund manns og við erum talsvert frá því núna þar sem við erum með samning við AstraZeneca fyrir 115 þúsund manns og samning við Pfizer fyrir 85 þúsund manns. Þannig að við eigum svolítið í land með að fá allt það bóluefni. Og miðað við þetta, að þetta gengur hægar hjá Pfizer en þeir héldu, þá er óraunhæft að halda það að strax eftir áramótin verðum við búin að bólusetja næstum alla Íslendinga og allt búið,“ segir Þórólfur. „Það eina sem við vitum núna er að fram til mars 2021 fáum við bóluefni fyrir 13 þúsund manns hjá Pfizer. Hitt er ekkert í hendi og liggur ekki fyrir.“ Stjórnvöld ekki of bjartsýn Þá þykir Þórólfi líklegt að bóluefni AstraZeneca komi smám saman til landsins í skömmtum. „Bóluefnið 2009 gegn heimsfaraldri inflúensu fengum við í smáskömmtum í töluverðan tíma. Það má ekki gleyma því að það er öll heimsbyggðin að bíða eftir bóluefni. Menn eru í löngum röðum. Við héldum á tímabili að við gætum fengið nánast allt sem við ætluðum að fá frá Pfizer á einu bretti og það voru bundnar vonir við það en svo var það alls ekki þannig. Svo mér finnst það líklegra því fyrirtækin eru að reyna að gæta jafnræðis milli þjóðanna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í munnlegri skýrslu um bóluefni á Alþingi 3. desember síðastliðinn að hjarðónæmi við veirunni gæti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að það yrði líklega ekki fyrr en seint á næsta ári. Inntur eftir því hvort honum þyki stjórnvöld hafa verið of bjartsýn í bóluefnamálum segir hann svo ekki vera. „Þetta var allt sagt á þeim tíma þegar við vorum að búast við að fá allt bóluefnið og búin að fá ádrátt um að það gæti gerst. Þá voru menn auðvitað mjög bjartsýnir en síðan koma upp aðrir hlutir sem setja það úr skorðum. En það er ekki við ráðherra að sakast í því.“ Sóttvarnalæknir sendi frá sér tilkynningu síðdegis sem er svo hljóðandi: Vegna umræðu um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að á þessari stundu liggja einungis fyrir áreiðanlegar upplýsingar um afhendingu fyrstu skammta bóluefnis frá Pfizer. Á upplýsingafundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bóluefna frá öðrum framleiðendum fyrr en á síðari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir um 60–70% þjóðarinnar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bóluefni kemur í hverri sendingu. Áætlanir framleiðenda munu skýrast þegar fram í sækir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. 17. desember 2020 11:11 Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. 16. desember 2020 17:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í yfirliti um stöðu samninga Íslands um bóluefni sem birt var á vef heilbrigðisráðuneytisins í dag, og sjá má hér að neðan, kemur fram að fyrir liggi samningar við framleiðendurna Pfizer og AstraZeneca; Ísland fái bóluefni frá Pfizer fyrir 85 þúsund manns og fyrir 115 þúsund manns frá AstraZeneca. Um bóluefni AstraZeneca segir að ekki liggi fyrir hvenær Evrópska lyfjastofnunin (EMA) muni gefa út álit um efnið. Þá sé komutími óviss en væntanlega verði byrjað að afhenda efnið á fyrsta ársfjórðungi. Stefnt er á að undirrita samning við Moderna 31. desember og afstaða EMA muni liggja fyrir ekki síðar en 12. janúar. Áætlað sé að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi en magn til afhendingar óvíst. Heilbrigðisráðherra sagði í byrjun mánaðar að það yrðu líklega skammtar fyrir 40 þúsund manns. Svartsýnni en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var heldur svartsýnni á stöðu bólusetningar á upplýsingafundi almannavarna í dag en sóttvarnayfirvöld hafa verið síðustu vikur. Talsvert færri skammtar frá Pfizer koma til landsins en áætlað var og þá kvaðst Þórólfur ekki búast við öðrum bóluefnum fyrr en um mitt næsta ár. Gott hjarðónæmi næðist ekki fyrr en seint á næsta ári. „Varðandi önnur bóluefni er óljóst hvenær á árinu 2021 afhending getur hafist en samkvæmt áætlunum sem nú eru uppi býst ég ekki við að það geti orðið fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2021 og sennilega ekki fyrr en á seinni hluta ársins,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Ekki útilokað að AstraZeneca komi á fyrsta ársfjórðungi Inntur eftir því hvort málflutningur hans passi við það sem ráðuneytið gaf út á vef sínum í dag um framboð á öðrum bóluefnum segir Þórólfur svo vera. „Já, algjörlega. Það sem ég sagði í dag var það að leyfi hjá AstraZeneca kæmi sennilega ekki fyrr en í janúar. Síðan myndi úthlutun hefjast og þeir hafa gefið það út sjálfir hverjar þeirra megináherslur verða, hvaða staða þeir muni dreifa til, og við vitum ekki núna hvað við komum til með að fá bóluefnið fljótt frá þeim,“ segir Þórólfur. „Mér finnst ekki útilokað að við fáum einhverja skammta frá þeim [AstraZeneca] á fyrsta ársfjórðungi, það er bara mjög líklegt og ég vonast svo sannarlega til þess. En flestar þjóðir telja að þær verði ekki búnar að bólusetja og fá allt bóluefni sem þær þurfa fyrr en á seinni hluta ársins 2021.“ En ef við fáum bóluefni frá til dæmis AstraZeneca á fyrsta ársfjórðungi, gætum við ekki byrjað að nota það? Og af hverju fáum við þá hjarðónæmi svona seint? „Til þess að ná hjarðónæmi þurfum við að bólusetja sextíu prósent af þjóðinni. Það eru 250-60 þúsund manns og við erum talsvert frá því núna þar sem við erum með samning við AstraZeneca fyrir 115 þúsund manns og samning við Pfizer fyrir 85 þúsund manns. Þannig að við eigum svolítið í land með að fá allt það bóluefni. Og miðað við þetta, að þetta gengur hægar hjá Pfizer en þeir héldu, þá er óraunhæft að halda það að strax eftir áramótin verðum við búin að bólusetja næstum alla Íslendinga og allt búið,“ segir Þórólfur. „Það eina sem við vitum núna er að fram til mars 2021 fáum við bóluefni fyrir 13 þúsund manns hjá Pfizer. Hitt er ekkert í hendi og liggur ekki fyrir.“ Stjórnvöld ekki of bjartsýn Þá þykir Þórólfi líklegt að bóluefni AstraZeneca komi smám saman til landsins í skömmtum. „Bóluefnið 2009 gegn heimsfaraldri inflúensu fengum við í smáskömmtum í töluverðan tíma. Það má ekki gleyma því að það er öll heimsbyggðin að bíða eftir bóluefni. Menn eru í löngum röðum. Við héldum á tímabili að við gætum fengið nánast allt sem við ætluðum að fá frá Pfizer á einu bretti og það voru bundnar vonir við það en svo var það alls ekki þannig. Svo mér finnst það líklegra því fyrirtækin eru að reyna að gæta jafnræðis milli þjóðanna.“ Heilbrigðisráðherra sagði í munnlegri skýrslu um bóluefni á Alþingi 3. desember síðastliðinn að hjarðónæmi við veirunni gæti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að það yrði líklega ekki fyrr en seint á næsta ári. Inntur eftir því hvort honum þyki stjórnvöld hafa verið of bjartsýn í bóluefnamálum segir hann svo ekki vera. „Þetta var allt sagt á þeim tíma þegar við vorum að búast við að fá allt bóluefnið og búin að fá ádrátt um að það gæti gerst. Þá voru menn auðvitað mjög bjartsýnir en síðan koma upp aðrir hlutir sem setja það úr skorðum. En það er ekki við ráðherra að sakast í því.“ Sóttvarnalæknir sendi frá sér tilkynningu síðdegis sem er svo hljóðandi: Vegna umræðu um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að á þessari stundu liggja einungis fyrir áreiðanlegar upplýsingar um afhendingu fyrstu skammta bóluefnis frá Pfizer. Á upplýsingafundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bóluefna frá öðrum framleiðendum fyrr en á síðari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir um 60–70% þjóðarinnar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bóluefni kemur í hverri sendingu. Áætlanir framleiðenda munu skýrast þegar fram í sækir.
Vegna umræðu um dreifingu bóluefna gegn COVID-19 Að gefnu tilefni vill sóttvarnalæknir taka fram að á þessari stundu liggja einungis fyrir áreiðanlegar upplýsingar um afhendingu fyrstu skammta bóluefnis frá Pfizer. Á upplýsingafundi í morgun mátti skilja á orðum mínum að ekki væri að vænta bóluefna frá öðrum framleiðendum fyrr en á síðari hluta næsta árs. Þetta var ofsagt. Ísland hefur þegar tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir um 60–70% þjóðarinnar en ekki liggur enn fyrir hvenær og hversu mikið bóluefni kemur í hverri sendingu. Áætlanir framleiðenda munu skýrast þegar fram í sækir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17 Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. 17. desember 2020 11:11 Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. 16. desember 2020 17:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22
Bólusetning hefst í aðildarríkjum ESB þann 27. desember Öll aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn Covid-19 þann 27. desember. Þetta segir Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. 17. desember 2020 11:17
Allt sem þarf að vita um stöðu bóluefnanna á einum stað Heilbrigðisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit með upplýsingum um stöðu samninga um bóluefni gegn kórónuveirunni, sem Íslandi bjóðast á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. 17. desember 2020 11:11
Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. 16. desember 2020 17:45