Ekki gaman þegar náttúruöflin ráðast inn á heimili manns Kolbeinn Tumi Daðason, Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. desember 2020 14:44 Davíð Kristinsson er varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Vísir/Egill Fyrir hádegi varð skriðuhlaup niður Búðará á Seyðisfirði - en þess utan hafa engar skriður fallið í bænum síðan í gærkvöldi að sögn vakthafandi ofanflóðasérfræðings sem fréttastofa ræddi við nú rétt fyrir tvö. Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Hættuástand er í bænum vegna skriðufalla og hin appelsínugula viðvörun sem var virkjuð í gær fyrir Austfirði í heild hefur verið framlengd til klukkan níu í fyrramálið. Snjóathugunarmaður frá Veðurstofu Íslands fylgist vel með gangi mála fyrir austan en staðan er viðkvæm eins og er því enn hellirignir á Seyðisfirði og er ekki útlit fyrir að dragi úr ákefð rigningarinnar fyrr en eftir miðnætti. Frá Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag.Vísir/egill Íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín gefst aftur í dag kostur á að huga að húsum sínum og eigum í samræmi við það verklega sem var í gær. Viðkomandi þurfa að gefa sig fram við vettvangsstjórn í húsi björgunarsveitarinnar í bænum til að fá fylgd inn á hættusvæðið. Á Eskifirði og í Neskaupstað hefur ekki rignt jafn mikið og ástandið ekki metið jafn alvarlegt. Gengið vel miðað við aðstæður Á Eskifirði er fólk í viðbragðsstöðu og þarf að fara að öllu með gát. Í ljósi aðstæðna á Seyðisfirði og óhagstæðrar spár þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu íbúðarhúsa. Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs, segir aðgerðir hafa gengið mjög vel miðað við aðstæður. „Veðrið er nú ekki að leika með okkur. Það heldur áfram að rigna. Það er mikil bleyta og virðist ekkert ætla að hætta. Þetta eru krefjandi aðstæður.“ Spáð er áframhaldandi rigningu. „Þetta verður svipað. Sama veðurfar og sama vesen. Það er enginn bylbugur í mannskap eða Seyðfirðingum.“ Ofboðslega gott samfélag að vera í Reikna verði með því að fleiri skriður geti fallið enda enn rigning. Hljóðið í fólki sé ágætt. „Ég get ekki notað sterkari orð en það. Þetta eru Seyðfirðingar og við erum jákvæð að eðlisfari. Samhugurinn er mikill og hjálpsemin ótrúleg. Þetta er ofboðslega gott samfélag að vera í. En auðvitað er þetta ógnvekjandi. Það er ekkert gaman þegar náttúruöfl sem maður ræður ekkert við ráðast inn á heimili manns,“ segir Davíð. Hús hans er eitt þeirra sem þurft hefur að rýma vegna skriðuhlaupa. Þá ræddu fulltrúar fréttastofu á Seyðisfirði við þau Berglindi og Svavar sem starfa á vegum Rauða krossins á Seyðisfirði. Mikið hefur mætt á þeim undanfarna daga.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira