Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 16:01 Valsmenn reikna ekki með Ara Frey á Hlíðarenda næsta sumar. Michael Regan/Getty Images Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira