Nýliðarnir ráða þjálfarann sem yfirmann knattspyrnumála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 18:01 Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira