Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2020 13:42 Samfylkingin virðist ekki sjá neitt bogið við það að verja því fé sem það fær úr almannasjóðum til að auglýsa sig á Facebook Marks Zuckerberg. visir/egill Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna má sjá ef skýrsla auglýsingasafns Facebook er skoðuð. Heildarfjöldi auglýsinga í auglýsingasafni 16. september til 14. desember 2020 eru 1.900. Á daginn kemur að Samfylkingin er æstastur allra flokka að koma sér á framfæri á þessum umdeilda vettvangi. Hefur auglýst fyrir 849 þúsund krónur. Framsókn lætur hins vegar minnst að sér kveða og hefur aðeins sett rúmar fjögur þúsund krónur í það að kaupa sér athygli á Facebook. Athygli vekur að á hæla Samfylkingarinnar kemur Flokkur fólksins 670 þúsund krónur. Auglýsingastarfsemi flokkanna Þetta kemur fram ef sett eru inn leitarskilyrði fyrir því hversu miklu flokkarnir á þingi hafa eytt í Facebook-auglýsingar síðustu 90 daga eða frá 15. september en þing var sett 1. október. Rétt er að vekja athygli á því að hér er aðeins um einn þátt auglýsingastarfsemi flokkanna að ræða. Framlag úr sjóðum almennings til stjórnmálaflokkanna er rausnarlegt. Þeir átta flokkar sem sitja á þingi núna fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári. Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða,“ segir í Kjarnanum sem fjallaði um þessar fjárreiður í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið eiga einkareknir fjölmiðlar á Íslandi í vök að verjast, rekstur þeirra stendur almennt illa. Samkvæmt ýmsum skýrslum sem hafa verið gerðar eru það, auk sóknar ríkisins sjálfs með RÚV ohf á auglýsingamarkað, ekki síst samfélagsmiðlar sem gerir íslenskum fjölmiðlum erfitt fyrir. Ýmsir sem nýta sér þennan auglýsingakost Samfélagsmiðlar taka til sín æ stærri skerf af því fé sem rennur til auglýsinga en á því grundvallast rekstur fjölmiðla. Samfélagsmiðlar borga ekki skatta né önnur gjöld til samneyslunnar af þeim tekjum sínum. Né gegna þeir neinum skyldum en almennt er talið að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við miðlun upplýsinga sem miðar að upplýstri afstöðu. Sem er hornsteinn lýðræðis. Þegar nánar er að gáð má sjá að VG ver fé til að auglýsa hlaðvarp sérstaklega fyrir 84 þúsund krónur. Þá eru ýmsir stjórnmálamenn sem nýta sér þessa leið til að vekja athygli á hinu og þessu svo sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka sem hefur á undanförnum 90 dögum varið 35 þúsund krónum í að auka dreifingu efnis, Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar hefur einnig nýtt sér þetta og varið til þess 24 þúsund krónum, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Jón Steindór Viðreisnarmaður hafa eytt tæplega 22 þúsund krónum í þetta hið sama. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra eru með sitthvorar átján þúsund krónurnar í þetta. Og þannig mætti áfram telja. Fréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. 9. desember 2020 20:00