Búum til betri borg Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. desember 2020 16:34 Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag er síðari umræða borgarstjórnar um fjárhagsáætlun 2021, ársins þar sem stjórnmálamenn þurfa að sýna dug og þor til að stíga stór skref upp úr kórónukreppunni. Við munum fá bóluefni til að lífið fari aftur af stað. Við þurfum líka lýsi fyrir atvinnulífið. Það þarf kraftmiklar fjárfestingaráætlanir sem stuðla að hærra atvinnustigi og bæta opinbera þjónustu. Meirihluti borgarstjórn hefur lagt fram áætlanir um að vinna sig út úr kórónukreppunni með kraftmiklum grænum vexti, í stað þess að mæta tekjufalli með stórfelldum niðurskurði eða hækkun skatta. Við ætlum líka að leggja okkar til, svo að fyrirtæki geti vaxið og ráðið til sín fleira fólk. Því munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka nú um áramót. Skynsamleg forgansröðun fjárfestinga Við ætlum að forgangsraða verkefnum í þágu grænna og samfélagslegra innviða, með áherslu á verkefni sem flýta þróun borgarinnar í átt að kolefnishlutlausu samfélagi. Við ætlum að forgangsraða fjárfestingum í þágu verkefna sem munu auka tekjur borgarinnar eða stuðla að rekstrarhagræðingu til framtíðar. Þar á meðal er 10 milljarða fjárfesting á næstu þremur árum í stafrænni umbreytingu, sem á að skila sér í bættri og þægilegri þjónustu og rekstrarhagræðingu. Við munum taka stór skref tekin til nútímavæðingar umsókna skóla, leikskóla og frístunda og umsóknarferla bygginga- og skipulagsfulltrúa. Þróunin í stafrænni tækni er á miklum hraða og sveitarfélögin verða að fylgja þar með. Stöndum saman gegn atvinnuleysi Borgin og atvinnulífið þurfa að standa saman að því að fjölga atvinnutækifærum fyrir borgarbúa og berjast gegn auknu atvinnuleysi. Í þessu fer vöxtur atvinnulífsins, borgarbúa og borgarinnar saman. Við munum því á næsta ári hefja vinnu við gerð atvinnustefnu Reykjavíkurborgar sem hefur það að markmiði að efla fjölbreytileika, sjálfbærni og samkeppnishæfni borgarinnar. Þar munum við leita í smiðju fjölmargra til að tryggja 360 gráðu sýn á því hvernig við viljum styðja við atvinnutækifæri í borginni. Þeirri vinnu á að ljúka í lok næsta árs. Einnig er í undirbúningi að stofna formlegan samstarfsvettvang við atvinnulífið, með það að markmiði að skilja betur þarfir og væntingar, svo hægt sé að laða kraftmikil fyrirtæki að Reykjavík. Líkt og með þjónustu sem við veitum íbúum, viljum við veita fyrirtækjum skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að borgin og atvinnulífið vinni saman. Styðjum við upprisu ferðaþjónstu Við gerum ráð fyrir að erlendir gestir muni snúa til Reykjavíkur á næsta ári. Nýsamþykkt ferðamálastefna Reykjavíkur verður lykillinn að því að styðja við ferðaþjónustuna til að rísa upp aftur og styrkja endurreisn efnahagslífsins. Unnið hefur hefur verið ötullega að því borgin verði tilbúin þegar rútunum og bílaleigubílunum fjölgar og hótelherbergin fyllast aftur. Ferðamálastefnan leggur áherslu á að Reykjavík verði þekkt sem sjálfstæður áfangastaður í huga ferðalanga sem hingað koma. Hún mun draga fram sérstöðu borgarinnar sem: öruggrar, vinalegrar nútímaborgar sem iðar af menningarlífi og er í nálægð við náttúruperlur. Farið verður í stærstu markaðsherferð sem borgin hefur ráðist í gagnvart erlendum ferðamönnum um árabil til að hvetja ferðamenn til að sækja Reykjavík heim og haldið verður áfram að beina athygli innlendra ferðamanna á þá möguleika sem hér bjóðast. Lögð verður áhersla á samstarf við Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila til að upprisa ferðaþjónustunnar í Reykjavík geti orðið sem kröftugust. Eins og á öðrum sviðum borgarinnar verður ráðist í stafræna byltingu í ferðaþjónustunni, sem mun koma öllum íbúum Reykjavíkur og gestum til góða. Borgin verður betri staður til að búa, lifa, vinna og heimsækja Markmið þessa meirihluta er að þjónusta borgarinnar verði áfram góð og að Reykjavík verði áfram í forystu sveitarfélaga við að stuðla að nýjungum, þróa notendamiðaða þjónustu og að tryggja að við öll getum fundið okkar stað hér í tilverunni. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika munum við halda áfram að gera góða borg betri. Við ætlum að stíga stór skref í því að gera borgina okkar að betri stað til að búa, lifa, vinna og heimsækja. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun